Að frétta úr Smáralind

Fyrirsagnalisti

1. nóvember 2019 : Hjálparsveit skáta 50 ára - Afmælissýning á laugardag

Hjálparsveit skáta í Kópavogi fagnar 50 ára afmæli sínu með glæsilegri sýningu í Smáralind á laugardaginn, 2. nóvember. 

Sjá alla fréttina

28. október 2019 : Nýtt fyrir hann

Strákatískan er girnileg þessa árstíðina þar sem hausttónarnir fléttast fallega saman og ullarfrakki er staðalbúnaður. 

Sjá alla fréttina

25. október 2019 : Nike AIR stækkar

Verslunin Nike AIR stækkar í Smáralind og býður þér í opnunarpartí á morgun. Stútfull búð af flottum Nike-fötum fyrir konur, karla og börn og fótboltann jafnt sem golfið, körfuboltann og ræktina. Sjá alla fréttina

25. október 2019 : Kendall Jenner á pallinum fyrir Giambattista Valli x H&M

Giambattista Valli x H&M línan, sem skartar kvenfatnaði, herrafatnaði og fylgihlutum, kemur í sölu 7. nóvember í völdum verslunum H&M um heim allan, þar á meðal í H&M, Smáralind kl. 11:00. Hér er brot af því besta úr línunni sem verður að teljast líkleg til að seljast fljótt upp.

Sjá alla fréttina

24. október 2019 : Studio 54 fílingur

Aðdáendur snyrtivörurisans MAC bíða margir hverjir í ofvæni eftir jólalínu þeirra ár hvert. Þetta árið eru diskódívur áttunda áratugarins innblásturinn. 

Sjá alla fréttina

22. október 2019 : Steldu súpermódelstílnum

Stíll súpermódela tíunda áratugarins hefur ekki verið jafn heitur síðan Cindy, Naomi, Christy og Claudia voru upp á sitt besta. Zara er þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu trendum og nú er einstaklega auðvelt að stela stílnum frá fyrirsætum fyrri tíma. 

Sjá alla fréttina

16. október 2019 : Sjóðheit hausttíska

Hausttískan er mætt í allri sinni dýrð. Nú er auðvelt að falla fyrir þykkum prjónapeysum, hlýjum kápum og stórum treflum sem halda á okkur hita á hryssingslegum haustmánuðum.

Sjá alla fréttina

14. október 2019 : Bleikur mánuður

Október er bleikur mánuður og tileinkaður árvekni um baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Bleiki liturinn er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur en hér er brot af því sem finna má í Smáralind í þessum margbreytilega lit sem táknar samstöðu í hugum okkar.

Sjá alla fréttina

9. október 2019 : Tommy Hilfiger-vinkonupartý

Á fimmtudaginn kemur ætlar verslunin Karakter að halda vinkonupartý og kynna það nýjasta úr smiðju Tommy Hilfiger. Þær sem mæta eiga möguleika á að vinna sér inn Tommy Hilfiger-tösku.

Sjá alla fréttina

7. október 2019 : Enn eitt spennandi samstarfið

Von er á enn einni spennandi samstarfslínu H&M við stórt tískuhús en að þessu sinni er það með hönnuðum rótgróna vörumerkisins Pringle of Scotland. Línan einkennist af hefðbundnum prjónafatnaði sem fengið hefur sportlegan snúning og verður fáanleg í H&M, Smáralind frá miðjum október.

Sjá alla fréttina

3. október 2019 : Gerðu góð kaup á Kauphlaupi

Það margborgar sig að leggja leið sína á Kauphlaup en verslanir Smáralindar keppast við að bjóða dúndurkjör á gæðavörum. Opið er til klukkan 21 í kvöld en Kauphlaupið stendur yfir út mánudaginn næsta.

Sjá alla fréttina

1. október 2019 : Stöðvum stríð gegn börnum

Forsetahjónin hleypa af stokkunum alheimsátaki Barnaheilla í Smáralind föstudaginn 4. október kl. 16. 

Sjá alla fréttina

23. september 2019 : Allar græjur fyrir gæja

Þú færð allar græjur fyrir gæja í Smáralind.

Sjá alla fréttina

17. september 2019 : Sjálfbær tíska

Haustlína H&M 2019 samanstendur af flíkum sem eru úr endurunnum efnum eða textílefnum sem hafa minni áhrif á umhverfið. Er þetta liður í markmiðum keðjunnar að notast einungis við slík efni í framleiðslu sinni fyrir árið 2030.  

Sjá alla fréttina

16. september 2019 : Haustlína Monki

Við kynnum okkur haustlínu Monki sem von er á í verslunina í Smáralind í lok september.

Sjá alla fréttina

9. september 2019 : Mjúkt & hlýtt fyrir börnin

Loðfóðruð kuldastígvél, ullarnærföt, dúnúlpur og lopapeysur fylgja árstíðinni sem gengin er í garð. Í Smáralind finnur þú svo margt mjúkt fyrir börnin sem hlýjar á köldum haustmánuðum.

Sjá alla fréttina

9. september 2019 : Hér er Esprit

Esprit í Smáralind selur klassískan gæðafatnað fyrir konur og karla sem stenst tímans tönn. Hér má finna nokkrar af uppáhaldsflíkunum okkar sem mættu alveg rata í fataskápinn í haust.

Sjá alla fréttina

6. september 2019 : Sæt á 10 mínútum

Hver kannast ekki við það að varalita sig undir stýri á leið í vinnuna? Hér erum við með skotheld meðmæli með snyrtivörum sem eru tilvaldar í tíu mínútna förðun. Nú er Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup, Smáralind og því heldur betur tilefni til að gera vel við sig.

Sjá alla fréttina

4. september 2019 : Yfirhafnir haustsins

Það mætti segja að rétta yfirhöfnin sé einna allra nauðsynlegasta flíkin í fataskápnum í haust. Hér sjáum við tískustraumana og fjölbreytt úrvalið sem fæst í Smáralind.

Sjá alla fréttina

2. september 2019 : Nýjasta tíska

Fylgihutir setja punktinn yfir i-ið. Hvort sem þú fílar "pabbastrigaskó", Matrix-leg sólgleraugu eða eitthvað mun klassískara, ertu á réttum stað í Smáralind.

Sjá alla fréttina

30. ágúst 2019 : Hönnun með framakonuna í huga

H&M Studio sviptir hulunni af haust- og vetrarlínu sinni en hún er hönnuð með það fyrir augum að hún sé fjölhæf og klassísk en með nútímalegu yfirbragði. Studio-línan kemur í takmörkuðu upplagi og verður fáanleg í völdum verslunum frá 5. september, þar á meðal í H&M, Smáralind. 

Sjá alla fréttina
Síða 13 af 17