Fréttir

Fyrirsagnalisti

H&M Home opnar í Smáralind

5.12.2018 : H&M Home opnar í Smáralind

H&M Home opnar stærstu verslun sína á Íslandi í Smáralind á morgun. Verslunin verður staðsett við hlið H&M á fyrstu hæð. 

H&M HOME er húsbúnaðar- og hönnunarmerki, þar sem finna má eitthvað fyrir öll herbergi heimilisins. Verslunin býður upp á breitt vöruúrval á frábæru verði, allt frá hágæða rúmfatnaði til hnífapara og ýmiskonar skrautmuna.

 

Lesa meira
Monki opnar í Smáralind

28.11.2018 : Monki opnar í Smáralind

Skandinavíska tískumerkið Monki, sem margir Íslendingar þekkja vel, opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í Smáralind í vor. Monki er sænskt vörumerki og hönnun þess er innblásin af norrænni hönnun og asískri götutísku. Grunngildi og markmið Monki snýst um að valdefla ungar og sjálfstæðar konur um allan heim, hvetja þær til tjáningar og til þess að vera stoltar af sjálfri sér.

Lesa meira
Weekday-opnar-Smaralind

20.11.2018 : Weekday opnar 2019

Sænska fatakeðjan Weekday mun opna verslun í Smáralind á vormánuðum 2019. Verslunarkeðjan er mörgum kunn en hún er mjög vinsæl meðal ungs fólks í Evrópu. Götustíll og ungmenning er helsti innblástur hönnuða Weekday.

Lesa meira
New Yorker opnar í Smáralind

20.11.2018 : New Yorker opnar

Tískuvörukeðjan New Yorker opnar stórglæsilega verslun í Smáralind þann 29. nóvember n.k. Verslunin verður staðsett á 1. hæð við hliðina á Útilíf. New Yorker er leiðandi í tískufatnaði fyrir ungt fólk og býður upp á breitt vöruúrval og góð verð. 

Lesa meira

22.10.2018 : H&M Home opnar 6. desember

H&M HOME mun opna glæsilega verslun í Smáralind fimmtudaginn 6.desember. 
Verslunin verður í rúmlega 800 fermetra rými á 1. hæð Smáralindar og verður hún flaggskips verslun H&M Home á Íslandi. Það er því nokkuð ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Lesa meira

10.10.2018 : Icewear Magasín

Icewear Magasín hefur opnað stórglæsilega verslun á 2. hæð Smáralindar. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum frá vörumerkjunum Icewear, Helly Hansen, Salewa, Asolo, Nike, Adidas og fleirum. Í Icewear Magasín verða skemmtileg tilboð á öllum vörum til 17. október. 

Lesa meira