Hér er Haggahlaupið

4. júní 2024

Haggahlaupið verður haldið í fyrsta skipti sunnudaginn 9. júní kl. 11 fyrir framan Hagkaup í Smáralind. Haggi mætir og kennir Haggadansinn, eftir það mæta allir á ráslínuna og hlaupið verður hringinn á neðri hæð Smáralindar. Haggahlaupið er ætlað börnum á aldrinum 2-10 ára og allir sem taka þátt fá gjafapoka. 

Krakkadagar í Hagkaup dagana 6. - 17. júní 

Á krakkadögum er lögð áhersla á yngstu kynslóðina með góðum afslætti á völdum barnavörum í Hagkaup. Tilvalið fyrir káta krakka að koma og skoða leikföngin og fyrir foreldra að nýta sér flotta afslætti af barnavörum.

Það verður 15-20% afsláttur af barnafötum, barnaskóm, hjólum, öllum leikföngum, litum og litabókum, barnamat, snuðum, pelum, húðvörum og fleiri barnatengdum vörum.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Haggahlaupið!