Þjónusta í Smáralind
Þjónustuborð Smáralindar er opið á afgreiðslutíma Smáralindar og er staðsett á 2. hæð á milli Zöru og Vila. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði:
- Hjólastólalán
Á þjónustuborðinu er hægt að fá lánaðan hjólastól. Við lánum hjólastólinn án endurgjalds gegn skráningu og framvísun skilríkja. - Barnakerrur að láni
Hægt er að fá regnhlífakerrur að láni endurgjaldslaust. Kerrurnar henta börnum sem eru allt að 15 kg. Kvitta þarf fyrir láninu á þjónustuborðinu og skila svo kerrunni þangað eftir notkun. - Tapað og fundið
Á þjónustuborðinu er haldið utan um muni sem finnast í Smáralind. Óskilamunir eru geymdir í tvær vikur og eftir það eru þeir gefnir til góðgerðamála. - Strætómiðar og strætóleiðir
Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Smáralind með strætisvagnaleiðum 2, 24 og 28. Strætómiðar- og kort eru seld á þjónustuborðinu.