Þjónusta í Smáralind

Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zöru og Vila og er opið á afgreiðslutíma Smáralindar. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði:

 • Gjafakort
  Gjafakort Smáralindar er óskagjöf sem hægt er að gefa við öll tækifæri. Gjafakortið fæst á þjónustuborðinu en auk þess getur þú keypt það hér á vefnum.
 • Hjólastólalán
  Á þjónustuborðinu er hægt að fá lánaðan hjólastól. Við lánum hjólastólinn án endurgjalds gegn skráningu og framvísun skilríkja.
 • Barnakerrur að láni
  Hægt er að fá regnhlífakerrur að láni endurgjaldslaust. Kerrurnar henta börnum sem eru allt að 15 kg. Kvitta þarf fyrir láninu á þjónustuborðinu og skila svo kerrunni þangað eftir notkun.
 • Tapað og fundið
  Á þjónustuborðinu er haldið utan um muni sem finnast í Smáralind. Óskilamunir eru geymdir í fjórar vikur og eftir það eru þeir gefnir til góðgerðamála.
 • Frímerki og póstkassi
  Frímerki fást á þjónustuborðinu og póstkassi staðsettur við borðið svo auðvelt er að senda bréf án þess a þurfa að gera sér ferð í pósthúsið. Kassinn er tæmdur daglega um kl. 15.
 • Strætómiðar og strætóleiðir
  Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Smáralind með strætisvagnaleiðum 2, 24 og 28. Klapp kort og Klapp tíu er hægt að kaupa á þjónustuborði.  

Þú getur haft samband við þjónustuborðið í síma 528 8000 eða með því að senda tölvupóst á thjonusta@smaralind.is

Í neyðartilfellum er hægt a hafa samband við Öryggisvakt Smáralindar í síma 528 8080.Glæsileg aðstaða fyrir alla

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Við Smáralind má finna tuttugu og átta 11-22 kW hleðslustæði og fjögur 240kW hraðhleðslustæði. Átta hleðslustæði eru staðsett á 1. hæð bílastæðahússins Hagkaupsmegin í Smáralind og átta stæði á 2. hæð sömu megin. Tólf stæði má finna sunnan megin við húsið, tvo þeirra við stæði fatlaðra með lækkaðri hæð. Hraðhleðslustæðin fjögur má einnig finna sunnan megin. Virkja má stöðvarnar með Ísorkulykli eða Ísorkuappi og má sjá verðskrá í Ísorkuappinu.

Ein glæsilegasta hjólageymsla landsins

Í Smáralind er glæsileg hjólageymsla með vel útbúnum viðgerðarstandi. Rýmið er vaktað, vel upplýst og hitað og þar getur þú geymt hjólið þitt frítt. Hjólageymslan er staðsett á 1. hæð til hliðar við aðalinnganginn Hagkaupsmegin í Smáralind.

Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi

Í Hnoðrakoti er sérútbúin aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin til að dunda sér. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hliðina á World Class.

Leiksvæði á göngugötunni

Í Smáralind geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás á sérhönnuðum leiksvæðum sem henta börnum á öllum aldri. Leiksvæðin eru tvö og staðsett á 1. hæð, eitt við Hagkaup og annað í nálægð við Name it.


Þarft þú að pakka inn gjöf?

Í Smáralind er glæsileg innpökkunaraðstaða þar sem þú getur pakkað inn öllum þínum gjöfum. Margar gerðir af umbúðapappír eru í boði og fallegir borðar til að skreyta.