Þjónusta í Smáralind
Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zöru og Vila og er opið á afgreiðslutíma Smáralindar. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði:
- Gjafakort
Gjafakort Smáralindar er óskagjöf sem hægt er að gefa við öll tækifæri. Gjafakortið fæst á þjónustuborðinu en auk þess getur þú keypt það hér á vefnum. - Hjólastólalán
Á þjónustuborðinu er hægt að fá lánaðan hjólastól. Við lánum hjólastólinn án endurgjalds gegn skráningu og framvísun skilríkja. - Barnakerrur að láni
Hægt er að fá regnhlífakerrur að láni endurgjaldslaust. Kerrurnar henta börnum sem eru allt að 15 kg. Kvitta þarf fyrir láninu á þjónustuborðinu og skila svo kerrunni þangað eftir notkun. - Tapað og fundið
Á þjónustuborðinu er haldið utan um muni sem finnast í Smáralind. Óskilamunir eru geymdir í fjórar vikur og eftir það eru þeir gefnir til góðgerðamála. - Frímerki og póstkassi
Frímerki fást á þjónustuborðinu og póstkassi staðsettur við borðið svo auðvelt er að senda bréf án þess a þurfa að gera sér ferð í pósthúsið. Kassinn er tæmdur daglega um kl. 15. - Strætómiðar og strætóleiðir
Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Smáralind með strætisvagnaleiðum 2, 24 og 28. Klapp kort og Klapp tíu er hægt að kaupa á þjónustuborði.
Þú getur haft samband við þjónustuborðið í síma 528 8000 eða með því að senda tölvupóst á thjonusta@smaralind.is
Í neyðartilfellum er hægt a hafa samband við Öryggisvakt Smáralindar í síma 528 8080.