Þjónusta í Smáralind

Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zöru og Vila og er opið á afgreiðslutíma Smáralindar. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði:

 • Hjólastólalán

  Á þjónustuborðinu er hægt að fá lánaðan hjólastól. Við lánum hjólastólinn án endurgjalds gegn skráningu og framvísun skilríkja. 

 • Barnakerrur að láni
  Hægt er að fá regnhlífakerrur að láni endurgjaldslaust. Kerrurnar henta börnum sem eru allt að 15 kg. Kvitta þarf fyrir láninu á þjónustuborðinu og skila svo kerrunni þangað eftir notkun.
 • Tapað og fundið
  Á þjónustuborðinu er haldið utan um muni sem finnast í Smáralind. Óskilamunir eru geymdir í tvær vikur og eftir það eru þeir gefnir til góðgerðamála.
 • Strætómiðar og strætóleiðir
  Auðvelt er að ferðast með strætó til og frá Smáralind með strætisvagnaleiðum 2, 24 og 28. Strætómiðar- og kort eru seld á þjónustuborðinu.  

Hægt er að hafa samband við þjónustuborðið í síma 528 8000 eða með því að senda tölvupóst á thjonusta@smaralind.isFrábær aðstaða fyrir börn og foreldra

Leiksvæði á göngugötunni

Í Smáralind geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás á sérhönnuðum leiksvæðum sem henta börnum á öllum aldri. Leiksvæðin eru tvö og staðsett á 1. hæð, eitt við Hagkaup og annað í nálægð við Name it.

Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi

Í Hnoðrakoti er sérútbúin aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin til að dunda sér. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hliðina á World Class.

Barnagæsla fyrir 4-12 ára

Í Smárabíói er glæsileg barnagæsla fyrir börn á aldrinum 4–12 ára sem skipt er í tvö svæði, annars vegar leikaðstöðu fyrir yngri börn og hins vegar risastóra, 6 hæða klifurgrind fyrir eldri börnin. Barnagæslan er lokuð tímabundið.


Þarft þú að pakka inn gjöf?

Í Smáralind er glæsileg innpökkunaraðstaða þar sem þú getur pakkað inn öllum þínum gjöfum. Margar gerðir af umbúðapappír eru í boði og fallegir borðar til að skreyta. 

Innpökkunarborðið er lokað eins og er vegna sóttvarnarráðstafana.