Þjónustuborð

Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zöru og Vila. Þjónustufulltrúar Smáralindar eru alltaf reiðubúnir að svara fyrirspurnum og greiða götu gesta Smáralindar. 

Á þjónustuborðinu fá gestir Smáralindar upplýsingar um allt sem við kemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði: 

  • Gjafakort Smáralindar
  • Lán á barnakerrum
  • Hjólastólar
  • Strætómiðar og -kort
  • Frímerki
  • Tapað - fundið
  • Geymsluskápar

Gjafakort

Gjafakort-smaralindarGjafakort Smáralindar er einföld og þægileg leið til að gefa gjöf.

Gjafakort Smáralindar eru rafræn og virka á svipaðan hátt og debetkort nema að því leyti að þau eru handhafakort. Gjafakort Smáralindar virka í öllum verslunum Smáralindar. Söluvagnar eða -básar á göngum Smáralindar taka ekki við gjafakortunum.

Innstæðu kortsins er ekki hægt að leysa út fyrir reiðufé né leggja inn í banka. Hér á vefnum er ávallt hægt að skoða stöðuna á kortinu  en einnig veita þjónustufulltrúar á þjónustuborði Smáralindar upplýsingar um stöðu kortsins.

Gefðu starfsfólkinu þínu gjafakort

Gjafakort Smáralindar er tilvalin gjöf til starfsmanna, hvort sem um er að ræða afmæli, tækifærisgjafir eða jólagjafir. Með gjafakortinu getur starfsmaðurinn keypt það sem hann vanhagar um eða langar í. Vangaveltur um hvað skuli gefa hverfa og ákvörðunin verður einföld og árangursrík.

Óskilamunir

Á þjónustuborði er haldið utan um óskilamuni sem finnast í Smáralind. Verslanir skila slíkum hlutum í flestum tilfellum á þjónustuborð en það geta þó liðið nokkrir dagar frá því að hluturinn týnist þangað til komið er með hann á þjónustuborð. Óskilamunir eru geymdir í tvær vikur frá því þeir berast á þjónustuborð.

Upplýsingar um óskilamuni er hægt að fá í síma 528 8000


Skemmtun

Smáratívolí

Það er alltaf líf og fjör í Smáratívolí í Smáralind. Þar er að finna spennandi tívolítæki, leiki og afþreyingu fyrir alla aldurshópa og þar geta fjölskyldur, vinir og hópar styrkt tengslin og átt frábærar stundir saman. 

Barnagæsla

Í Barnalandi Smáratívolí er boðið upp á barnagæslu fyrir börn á aldrinum 3-10 ára en þar geta börnin skemmt sér í ævintýralegum leikjum á meðan foreldrarnir versla. 

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Smáratívolí.

Smárabíó

Smárabíó er eitt vinsælasta og fullkomnasta kvikmyndahús landsins með fimm sýningarsali og sæti fyrir rúmlega 1.000 manns. 

Konfektmoli Smárabíós er lúxussalurinn en þar geta kvikmyndaunnendur notið sýningarinnar í stillanlegum leðursætum með sérstakt borð fyrir veitingar og aukið rými á milli sæta. 

Smárabíó býður einnig upp á funda- og ráðstefnuaðstöðu en allir salir bíósins eru búnir nauðsynlegum tækjum, tengingum og lýsingu. 

Nánari upplýsingar um bíóið og myndir í sýningu má sjá á vefsíðu Smárabíós


Fyrir börnin

Barnagæsla

Í Barnalandi Smáratívolí er boðið upp á barnagæslu með glæsilegri aðstöðu fyrir börn á aldrinum 3-10 ára. Barnaland skiptist í tvö svæði. Fyrir yngri  börnin eru Krílaheimar, stórt gagnvirkt leiksvæði ásamt litlu frumskógarhúsi þar sem krílin renna sér ofan í boltaflóð. Fyrir eldri krakkana er frumskógarhús á fimm hæðum með rennibrautum, boltalaug og loftboltabyssum. Börnin geta dvalið í allt að 2 klst. í senn í Barnalandi. 

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Smáratívolí.

      

Hnoðrakot

Í Hnoðrakoti er aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar eru þægilegir sófar og góð skiptiaðstaða ásamt örbylgjuofni ef hita þarf upp pela. Að auki eru leikföng fyrir stóru systkinin sem þau geta dundað sér í á meðan verið er að sinna ungabarninu. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hlið World Class.

Litlakot

Í Litlakoti er aðstaða fyrir foreldra til að skipta á og gefa ungabörnum í ró og næði. Herbergin eru tvö og eru staðsett annars vegar við A-inngang á 1. hæð við Tiger og hins vegar á 2. hæð við F-inngang, bíóinnganginn hjá Pizza Hut. Í herbergjunum er hægindastóll og skiptiaðstaða. 

Barnakerrur

Á þjónustuborðinu á 2. hæð er í boði að fá lánaða barnakerru endurgjaldslaust. Um er að ræða regnhlífakerrur sem henta börnum sem eru allt að 15 kg á þyngd. Kvitta þarf fyrir láninu á þjónustuborðinu og kerrunni þarf svo að skila aftur á þjónustuborðið eftir notkun. 

Salerni

Sérstök barnasalerni má finna á almenningssalernum við A-inngang á 1. hæð við H&M og við F-inngang á 2. hæð við bíóinnganginn. Salernin eru minni en venjuleg salerni og í réttri hæð fyrir börnin sem geta svo sjálf séð um handþvottinn í litla vaskinum sem er inni á salerninu.