Húsreglur Smáralindar
Umgengnisreglur Smáralindar eru til að tryggja öruggt umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
1. gr. Almennt
Skylt er að ganga vel um húsakynni Smáralindar.
2. gr. Tillitsemi
Hverjum og einum ber að sýna tillitssemi og taka tillit til annarra Smáralindargesta í hvívetna.
3. gr. Hjól
Öll notkun á hjólum (reiðhjóli, hlaupahjóli, rafhlaupahjóli og annarskonar hjóli) innanhúss er bönnuð. Leggja skal hjólum utandyra þannig að þau hindri ekki för annarra vegfarenda, valdi óþægindum eða skapi slysahættu. Hjólum skal ekki lagt fyrir inngöngum.
4. gr. Hundahald
Hundar eru bannaðir í húsakynnum Smáralindar, að undanskildum þjónustuhundum, svo sem leiðsöguhundum.
5. gr. Reykingar
Allar reykingar (þar með taldar rafsígarettur eða sambærilegur búnaður hverskonar) eru óheimilar í Smáralind og 10 metrum frá byggingunni. Öll vímuefni eru bönnuð og meðferð áfengis er óheimil nema á veitingastöðum með vínveitingaleyfi.
6. gr. Þjófnaður og skemmdarverk
Bannað er að skemma eða stela eignum Smáralindar, eignum leigjenda Smáralindar og/eða viðskiptavina. Hverskonar spjöll geta leitt til bótaskyldu og þjófnaður kærður til lögreglu.
7. gr. Sala og markaðssetning
Óheimilt er að selja, dreifa eða markaðssetja vöru eða þjónustu án leyfis stjórnenda Smáralindar.
8. gr. Upptaka
Óheimilt er að taka myndir og/ eða myndbönd til opinberrar birtingar án samþykkis stjórnenda Smáralindar.
9. gr. Öryggi
Smáralind á að vera öruggur staður fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Áreitni, ofbeldisfull eða ósæmileg hegðun, þar með talið blótsyrði, öskur eða önnur hegðun sem getur talist truflandi, í garð viðskiptavina og/eða starfsfólks er með öllu óheimil.
Öryggisnúmer Smáralindar er s. 528-8080 og er opið allan sólarhringinn.
10. gr. Brot á umgengnisreglum
Í Smáralind eru öryggisverðir á vakt sem að bregðast hratt og örugglega við atvikum sem upp koma og slysum. Heimilt er að vísa frá þeim sem fara ekki eftir reglum Smáralindar og eftir atvikum leita aðstoðar lögreglu.
Brot á reglum þessum, tjón og hvers konar spjöll geta leitt til bótaskyldu.