Smáralind og sjálfbærni

Smáralind og sjálfbærni
Smáralind leggur mikla áherslu á sjálfbærni í rekstri og þjónustu. Verslunarmiðstöðin er umhverfisvottuð og uppfyllir strangar kröfur um umhverfislega ábyrgð. Við höfum innleitt fjölbreyttar lausnir sem styðja við grænni framtíð og gera bæði gestum og leigutökum auðveldara að velja vistvænan lífsstíl.
BREEAM In-Use vottun
Smáralind hlaut fyrst allra bygginga á Íslandi BREEAM In-Use umhverfisvottun árið 2019. Vottunin styður við sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í rekstri ásamt því að hjálpa fyrirtækjum að finna leiðir til að auka virði starfseminnar, draga úr rekstrarkostnaði og minnka kolefnisfótspor. Endurvottunar er krafist á þriggja ára fresti og er hún staðfesting þriðja aðila á því að bestu stöðlum og kröfum sé fylgt í rekstri fasteigna.
Rafhleðslustæði og vistvænir ferðamátar
Við höfum komið upp 35 rafhleðslustöðvum og 152 hjólastæðum með góðri aðstöðu, þar á meðal viðgerðarsvæði fyrir hjól. Þannig hvetjum við gesti og starfsfólk til að nýta umhverfisvæna ferðamáta.
Snjallsorp og úrgangsflokkun
Í Smáralind höfum við innleitt Snjallsorp þar sem sorpið er flokkað og magn skráð niður á leigutaka. Lausnin einfaldar meðhöndlun úrgangs, eykur skilvirkni og bætir aðgang að flokkun. Með tilkomu Snjallsorpsins hefur hlutfall endurunnins úrgangs aukist og reksturinn orðið bæði hagkvæmari og umhverfisvænni.
Grænir leigusamningar
Grænn leigusamningur eru stórt skref í átt að aukinni sjálfbærni í rekstri hvers leigurýmis. Með þeim skuldbinda leigutakar sig til að vinna markvisst að upplýsingagjöf, markmiðasetningu og árangri í umhverfismálum. Grænum leigusamningum fer hratt fjölgandi og er ánægjulegt að sjá áhuga leigutaka á aukinni sjálfbærni í sínum rekstri.
Orkunýtni og tæknilausnir
Í Smáralind leggjum við áherslu á orkunýtnar lausnir, mælingar og orkuvöktun. Meðal annars hefur kælikerfum verið skipt út og lýsing í húsinu nú nær full LED-vædd, sem dregur verulega úr orkunotkun byggingarinnar.