Um Smáralind
Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi með yfir 62.000 fermetra af verslunum, veitingum, þjónustu og afþreyingu.
Fjölbreytt úrval
Í Smáralind finnur þú allt frá tísku, gjafavöru og veitingum til ánægjulegra stunda með fólkinu þínu. Komdu til að versla, borða og njóta - allt á einum stað.
Næg bílastæði
Við Smáralind eru hátt í 3.000 bílastæði - almenn stæði, hleðslustæði og stæði fyrir hreyfihamlaða . Breiðari bílastæði er að finna á horni bílaplansins milli Silfursmára og Hagasmára, sem henta fyrir stærri bifreiðar og þau sem kjósa meira rými.
Gott aðgengi
Smáralind er opin og björt með þægilegu aðgengi hvort sem þú ert með barnakerru, í hjólastól eða vilt einfaldlega njóta þægilegrar verslunarferðar frá upphafi til enda. Einfalt er að rata um húsið og lyftur eru í báðum endum og fyrir miðju.
Hluti af Heimum
Smáralind er í eigu Heima, leiðandi fasteignafélags á Íslandi. Heimar leggja áherslu á að skapa virði fyrir samfélagið með því að móta kjarnasvæði þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað.

Þarftu að pakka inn gjöf?
Í Smáralind er innpökkunaraðstaða þar sem þú getur pakkað inn öllum þínum gjöfum. Innpökkunarborðið er staðsett á 2. hæð fyrir framan Weekday.
Þjónustuborð í smáralind
Þjónustuborð Smáralindar er staðsett á 2. hæð á milli Zara og Vila og er opið á afgreiðslutíma Smáralindar. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt sem viðkemur Smáralind en einnig er eftirfarandi þjónusta í boði:
Starfsfólk
Baldur Már Helgason
Framkvæmdastjóri viðskipta
Einar Marteinsson
Húsvörður
Helga Kristjánsdóttir
Ritstjóri Hérer.is og samfélagsmiðlari
Hrafnhildur Malen Traustadóttir
Markaðsfulltrúi
Íris Blöndal
Grafískur hönnuður
Robert Pilkis
Húsvörður
Sandra Arnardóttir
Markaðsstjóri
Svanur Reynisson
Húsvörður
Sveinn Stefánsson
Umsjónarmaður fasteigna
Þórunn Birna Úlfarsdóttir
Markaðsfulltrúi