Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.5.2018 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitastjórnarkosninganna á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram hér í Smáralind. Opið er alla daga á milli kl. 10 og 22 til og með 25. maí. 

Lesa meira
Hönnun verslunar Hagkaups í Smáralind hefur farið sigurför um heiminn á erlendum hönnunarhátíðum

11.4.2018 : Verslun Hagkaups í Smáralind verðlaunuð

Ný hönnun Hagkaupsverslunarinnar í Smáralind hefur farið sigurför um erlendar hönnunarhátíðir undanfarnar vikur. Hönnunin var tilnefnd til fjögurra alþjóðlegra hönnunarkeppna og komst í úrslit í þremur þeirra. Til að bæta um betur vann hönnunin silfur í einni keppni og gull í annarri.

Lesa meira

3.4.2018 : Ungir frumkvöðlar

Um helgina munu ungir frumkvöðlar leggja undir sig göngugötuna í Smáralind og kynna og selja vörur sínar. Um er að ræða 120 örfyrirtæki og 600 nemendur sem sótt hafa námskeið í frumkvöðlafræðum. Komdu og kíktu á afrakstur þeirra. 

Lesa meira

26.3.2018 : Auglýsinga- og upplýsingaskilti Smáralindar hljóta virt hönnunarverðlaun

Hönnun auglýsinga- og upplýsingaskilta Smáralindar hlaut um helgina hin virtu IF Design Award 2018 í flokki sem snýr að vöruhönnun fyrir almenningsrými og smásölu en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í BMW World í München um síðastliðna helgi.

Lesa meira
HM Bikarinn í Smáralind

22.3.2018 : Sjáðu HM bikarinn!

Sunnudaginn 25. mars kemur hinn eini sanni HM bikar til landsins og verður hann til sýnis hér í Smáralind á milli kl. 14 og 18 þann dag. Komdu og nýttu þetta einstaka tækifæri til að sjá gripinn!

Lesa meira