Fréttir

Fyrirsagnalisti

13.10.2017 : Smáralind styður Bleiku slaufuna

Í tilefni Bleika dagsins var starfsfólk Smáralindar hvatt til að mæta í bleiku föstudaginn 13. október. Fyrir hvern starfsmann sem klæddist bleiku styður Smáralind Bleiku slaufuna um 1.000 kr. Auk þess var skorað á rekstraraðila að gefa 1.000 kr. mótframlag fyrir sína starfsmenn sem mættu í bleiku. Starfsmenn létu sitt ekki eftir liggja og verður framlag Smáralindar til Bleiku slaufunnar 269.000 kr. auk 72.000 kr. mótframlags. 

Lesa meira

9.10.2017 : Breytingar í Smáratívólí

Smáratívolí er að breyta og bæta hjá sér þessa dagana og óhjákvæmilega eru raskanir á starfseminni á meðan það gengur yfir.

Næstu daga verður neðri hæð Smáratívolí lokuð að undanskilinni barnagæslu. Efri hæðin verður áfram opin. Tívolíið mun verða enn meira spennandi þegar allt er gengið yfir sem er gert ráð fyrir að verði seinni part mánaðarins.

Lesa meira

2.10.2017 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar fer fram hér í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október n.k. Utankjörfundurinn fer fram í rýminu við hliðina á versluninni Skórnir þínir á 2. hæð. Næsti inngangur er inngangurinn hjá H&M.  Lesa meira
Páll Óskar skemmtir í Smáralind

29.9.2017 : Ekki missa af þessu

Sjálfur Páll Óskar ætlar að heimsækja okkur á laugardaginn kl. 14 og taka nokkur lög ásamt því að bjóða gestum Smáralindar að sjá nýja myndbandið sitt í sýndarveruleika. Komdu og sjáðu meistarann, þetta verður stuð!

Lesa meira

12.9.2017 : Ný verslun

Panduro hobby er ný og glæsileg verslun sem opnaði nýlega hér í Smáralind. Verslunin er sannkölluð draumaverslun föndrarans og þar má finna allt sem þarf til föndurgerðar. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið Vínbúðarinnar. 

Lesa meira

30.8.2017 : Opnunarhátíð Panduro

Vertu velkomin á opnunarhátíð Panduro Hobby fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17-21. Það verður margt spennandi um að vera og frábær opnunartilboð. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið Vínbúðarinnar. 

Lesa meira