Að frétta úr Smáralind

Fyrirsagnalisti

1 árs afmæli Mathilda í Smáralind - 30. ágúst 2024

Verslunin Mathilda í Smáralind fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir en hún hefur heldur betur slegið í gegn hjá tískuelskandi konum og gengið framar björtustu vonum. Gaman er að segja frá því að boðið verður upp á 20% afmælisafslátt af völdum vörum, meðal annars frá Anine Bing frá 29. ágúst og framyfir helgi.

Lesa á HÉR ER

Hér er Krakkahlaup - 29. ágúst 2024

Krakkahlaup Útilífs og Nike mun fara fram í Smáralind sunnudaginn 1. september. Húsið opnar klukkan 10:30 og mun hlaupið hefjast klukkan 11. Latibær verður á svæðinu, útdráttarverðlaun og mikið fjör.

Sjá alla fréttina

Hér er lukkan með þér - 15. ágúst 2024

Láttu reyna á heppnina og taktu þátt í rafrænu Lukkuhjóli Smáralindar þar sem þú getur unnið afslætti hjá fjölda fyrirtækja í Smáralind, bíómiða og gjafabréf í Fótboltaland.

Sjá alla fréttina

Hér eru útsölulok og enn meiri afsláttur af útsöluvörum - 8. ágúst 2024

Nú eru síðustu dagar útsölunnar í Smáralind og enn meiri afsláttur af útsöluvörum í fjölmörgum verslunum. Útsölunni lýkur formlega sunnudaginn 11. ágúst.

Sjá alla fréttina

Hér er opnunartími Smáralindar um verslunarmannahelgina - 29. júlí 2024

Verslanir Smáralindar verða lokaðar sunnudaginn 4. ágúst og á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst í tilefni verslunarmannahelgarinnar. 

Sjá alla fréttina

Hér opnar Gina Tricot í nóvember - 19. júlí 2024

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar næstu verslun sína á Íslandi í Smáralind í nóvember. Verslunin verður ”full concept” og mun því innihalda alla vörulínu Gina Tricot. 

Sjá alla fréttina

Hér eru flottar heimilisvörur á góðum díl - 17. júlí 2024

Fáðu hugmyndir að heimilisvörum á góðum díl á hérer.is! Innblástur var sóttur í útsölur og góð tilboð sem munu fegra heimilið á léttan máta.

Lesa á HÉR ER

Hér eru 10 sætir sparikjólar - 11. júlí 2024

Ef þú ert á höttunum eftir sparikjól til að klæðast í brúðkaupið, afmælisveisluna eða öll hin partí sumarsins erum við með nokkrar vel valdar hugmyndir frá stílista HÉRER.is.

Lesa á HÉR ER

Hér eru nýjar og ljómandi snyrtivörur á Tax Free - 9. júlí 2024

Hér er allt um nýjustu snyrtivörurnar sem gefa þér brúnku og ljóma fyrir sumarið og eiga það allar sameiginlegt að fást í Hagkaup, Smáralind. Tax Free-dagar eru í Hagkaup út 10. júlí.

Lesa á HÉR ER

Hér eru hugmyndir að brúðargjöfum - 9. júlí 2024

Hvort sem þú leitar að góðri gjöf eða innblæstri að eigin gjafalista, þá ertu á réttum stað. Hér er fjölbreytt úrval af hugmyndum fyrir brúðhjónin - allt frá klassískum gjöfum, yfir í eftirminnilegar og nytsamar, svo eitthvað sé nefnt

Lesa á HÉR ER

Hér eru útsöluvörurnar sem stílistinn hefur augastað á - 9. júlí 2024

Útsölurnar eru í fullum gangi í Smáralind og hægt að gera þrusugóð kaup á öllu mögulegu. Hér eru útsölugersemar sem stílisti Smáralindar mælir með að kíkja á.

Lesa á HÉR ER

Hér er útsala - 27. júní 2024

Útsölur eru hafnar í verslunum Smáralindar, komdu og gerðu frábær kaup á öllu mögulegu.

Sjá alla fréttina

Hér er afgreiðslutími 17. júní - 12. júní 2024

Verslanir Smáralindar verða lokaðar á 17. júní. Smárabíó, Skemmtisvæðið, Fótboltaland, XO og Sport og Grill verða þó með opið. Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Sjá alla fréttina

Hér er Miðnæturopnun - 4. júní 2024

Komdu á Miðnæturopnun miðvikudaginn 5. júní. Það verða frábær tilboð um allt hús og sumarstemning. Blöðrur, ís og Fíasól og félagar skemmta börnunum kl. 18. Hápunkturinn verður svo kl. 22 þegar Sigga og Grétar úr Stjórninni stíga á svið og taka sína vinsælustu smelli. 

Sjá alla fréttina

Hér er Haggahlaupið - 4. júní 2024

Haggahlaupið verður haldið í fyrsta skipti sunnudaginn 9. júní kl. 11 fyrir framan Hagkaup í Smáralind. Haggi mætir og kennir Haggadansinn, eftir það mæta allir á ráslínuna og hlaupið verður hringinn á neðri hæð Smáralindar. Haggahlaupið er ætlað börnum á aldrinum 2-10 ára og allir sem taka þátt fá gjafapoka. 

Sjá alla fréttina

Hér er opnunartími um hvítasunnuhelgina - 16. maí 2024

Verslanir Smáralindar verða lokaðar á hvítasunnudag, sunnudaginn 19. maí, en opið verður annan í hvítasunnu á milli 12 og 17. 

Sjá alla fréttina

Hér er Leikandi laugardagur - 8. maí 2024

Það verður leikandi stemning í Smáralind laugardaginn 11. maí. þar sem heilmargt skemmtilegt verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina. Karíus og Baktus, Lára og Ljónsi og Solla stirða og Halla hrekkjusvín munu skemmta. Andlitsmálning og frostpinnar verða í boði ásamt ýmsu fleiru spennandi. 

Sjá alla fréttina

Hér eru heimilistrendin í sumar að mati stílista - 30. apríl 2024

Sú gula er loksins farin að láta sjá sig eftir langan vetur og við fögnum bjartari dögum. Inni á heimilinu eru það straumar og stefnur áttunda áratugarins sem munu halda áfram að gleðja okkur og HÉRER.is færir ykkur sjóðheit trend fyrir sumarið.

Lesa á HÉR ER

Hér er opið á sumardaginn fyrsta - 22. apríl 2024

Við tökum fagnandi á móti sumrinu fimmtudaginn 25. apríl.  Boðið verður upp á andlitsmálingu, blöðrudýr, kandífloss og sumargjöf frá Smáralind. Opið verður á milli 12 og 17.

Sjá alla fréttina

Hér er það flottasta úr ZARA að mati stílista - 12. apríl 2024

Tískukeðjan ZARA er þekkt fyrir að koma með flíkur og fylgihluti á markað sem líta út fyrir að vera mun dýrari en raun ber vitni og hittir alltaf naglann á höfuðið þegar nýjustu straumar og stefnur eru annars vegar. Hér er það sem stílisti HÉRER.is mælir með fyrir vorið.

Lesa á HÉR ER

Hér eru Ungir frumkvöðlar - 9. apríl 2024

Dagana 12. og 13. apríl verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á Vörumessunni munu 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum kynna og selja vörur og nýsköpun sína. 

Sjá alla fréttina
Síða 1 af 15