Fréttir

Fyrirsagnalisti

Duka-hefur-opnad-endurbaetta-verslun

11.7.2018 : DÚKA opnar á ný eftir stórglæsilegar endurbætur

DÚKA verslunin hefur verið endurnýjuð að öllu leyti og vöruúrval hennar aukið til muna. Endurbæturnar eru stórglæsilegar.  Lesa meira

13.6.2018 : Penninn Eymundsson stækkar

Verslunin Penninn Eymundsson stækkaði nýlega um heila 200 m2. Með stækkuninni býður verslunin nú upp á enn betri ferðatöskudeild, meira úrval af gjafavörum og enn betra pláss fyrir ritföng, leikföng og bækur. 

Lesa meira

29.5.2018 : Fatahreinsun Kópavogs

Skómeistarinn í Smáralind er nýr þjónustuaðili fyrir Fatahreinsun Kópavogs. Tekið er á móti fötum og þvotti alla virka daga og á laugardögum. Skómeistarinn býður einnig upp á skó- og töskuviðgerðir og lyklasmíði. Skómeistarinn er staðsettur á 1. hæð við Bjarkarblóm.  Lesa meira

17.5.2018 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitastjórnarkosninganna á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram hér í Smáralind. Opið er alla daga á milli kl. 10 og 22 til og með 25. maí. 

Lesa meira
Hönnun verslunar Hagkaups í Smáralind hefur farið sigurför um heiminn á erlendum hönnunarhátíðum

11.4.2018 : Verslun Hagkaups í Smáralind verðlaunuð

Ný hönnun Hagkaupsverslunarinnar í Smáralind hefur farið sigurför um erlendar hönnunarhátíðir undanfarnar vikur. Hönnunin var tilnefnd til fjögurra alþjóðlegra hönnunarkeppna og komst í úrslit í þremur þeirra. Til að bæta um betur vann hönnunin silfur í einni keppni og gull í annarri.

Lesa meira

3.4.2018 : Ungir frumkvöðlar

Um helgina munu ungir frumkvöðlar leggja undir sig göngugötuna í Smáralind og kynna og selja vörur sínar. Um er að ræða 120 örfyrirtæki og 600 nemendur sem sótt hafa námskeið í frumkvöðlafræðum. Komdu og kíktu á afrakstur þeirra. 

Lesa meira