Hér er skemmtilegt um helgina

11. apríl 2025

Það verður nóg um að vera í Smáralind yfir helgina sem vert er að kíkja á með allri fjölskyldunni. Rafíþróttastuð á vegum Mayoral og Rafíþróttasambands Íslands og sannkallað páskafjör í Hagkaup með skemmtilegri dagskrá.

 

Rafíþróttastuð í Smáralind

Laugardaginn 12. apríl og sunnudaginn 13. apríl 
Kl. 12-17

 

Mayoral á Íslandi í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands, býður gestum Smáralindar upp á rafíþróttaviðburð um helgina. Þar gefst gestum kostur á að prófa Beat Saber í sýndarveruleika eða VR, þar sem þátttakendur sveifla ljóssverðum í takt við tónlist. Einnig verður haldin Mario Kart keppni á Nintendo Switch, tilvalið tækifæri til að komast að því hver er hraðasti ökumaður fjölskyldunnar.
Staðsetning: 1. hæð á milli Pennans Eymundssonar og Søstrene Grene
Sjá nánar

 

Páskafjör í Hagkaup Smáralind

Laugardaginn 12. apríl
Kl. 12-14

 

Það verður sannkallað páskafjör í Hagkaup Smáralind, laugardaginn 12. apríl frá 12-14. Haggi kíkir við og heilsar upp á krakkana, Skoppa og Skrítla kynna nýja spilið sitt „Ertu alveg viss?“ Alveg viss, hjólabraut fyrir þau sem vilja prófa sig áfram og systurnar Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal bjóða upp á páskagotterí úr matreiðslubókinni „Bakað með Láru og Ljónsa“.
Staðsetning: Hagkaup Smáralind
Sjá nánar

 Skemmtileg og lifandi upplifun fyrir alla fjölskylduna!