Hér eru Ungir frumkvöðlar
Dagana 4. og 5. apríl verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á Vörumessunni munu 600 nemendur frá 16 framhaldsskólum kynna og selja vörur og nýsköpun sína.
Um ræðir 142 fyrirtæki sem stofnuð hafa verið af 600 nemendum úr 16 mismunandi framhaldsskólum um land allt. En þeir skólar sem taka þátt eru eftirfarandi: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn á Akureyri, Mennaskóli Borgarfjarðar, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Sund, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands.
Dagskrá Vörumessu
Föstudagur 4. apríl
Kl. 11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - fyrri hluti
Kl. 12:00 - 12:30 Formleg setning Vörumessunar
kL. 12:30 - 14:30 Dómnefnd metur hugmyndir
Laugardagur 5. apríl
Kl. 11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - seinni hluti
Kl. 13:30 - 16:30 Dómnefnd metur hugmyndir
Kl. 17:00 Viðurkenning
Kl. 18:00 Formleg lok Vörumessunnar