Hér eru Ungir frumkvöðlar

9. apríl 2024

Dagana 12. og 13. apríl verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á Vörumessunni munu 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum kynna og selja vörur og nýsköpun sína. 

Um er að ræða 130 fyrirtæki sem hafa verið stofnuð af 600 nemendum úr 14 mismunandi framhaldsskólum. En þeir skólar sem taka þátt eru eftirfarandi: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Framhaldsskóli Norðurlands vestra, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautaskólinn í Vestmannaeyjum, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn við Sund, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands. 

Dagskrá Vörumessu

Föstudagur 12. apríl

11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - fyrri hluti

12:00 - 12:30 Formleg setning Vörumessunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

12:30 - 14:30 Dómnefnd metur hugmyndir

Laugardagur 13. apríl

11:00 - 18:00 Vörumessa Ungra frumkvöðla - seinni hluti

13:30 - 15:30 Dómnefnd metur hugmyndir

17:30 - 18:00 Formleg lok Vörumessunnar
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra veitir viðurkennaringar fyrir frumlegasta sölubásinn og öflugustu sölumennskuna.