Hér eru Litaleikir

15. febrúar 2024

Uppgötvaðu undraheim lita og ljóss á skemmtilegri gagnvirkri vísindasýningu í Smáralind. Sýningin er tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur í vetrarfríi!

Það eru eflaust margir að velta fyrir sér hvað eigi að gera með fjölskyldunni í vetrarfríinu en vetrarfrí eru framundan í flestum skólum landsins. Í Smáralind er nú í gangi sýning sem er tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur í vetrarfríi.

Á sýningunni fá gestir að upplifa áhrif lita og ljóss á okkar daglega líf á gagnvirkan hátt þar sem allt snýst um að leika, prófa og uppgötva. Á sýningunni fá gestir meðal annars að semja laglínu með litum, uppgötva hvaða litir tengjast hvaða tilfinningum, skynja tengsl á milli lyktar og lita ásamt því að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín í mósaíklist.

Sýningin kemur frá Þýskalandi og er sérstaklega hönnuð fyrir verslunarmiðstöðvar. Undir slagorðinu „Science on Tour“ fer sýningin á milli landa í þeim tilgangi að sem flestir fái tækifæri til að prófa og kynnast heillandi fyrirbærum úr heimi vísindanna. Þetta er sýning sem er fræðandi á sama tíma og hún er skemmtileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri.

Sýningin stendur yfir dagana 15. til 28. febrúar og er öllum opin. Hún er staðsett á fjórum stöðum á 1. hæð göngugötu Smáralindar, við H&M, Lyfju, Nespresso og Pennann Eymundsson. 

 


Komdu og upplifðu hinn stóra, lifandi og litríka heima litanna!