Hér er jólapartý með Emmsjé Gauta

21. nóvember 2019

Það verður jólapartý laugardaginn 23. nóvember kl. 14 þegar Emmsjé Gauti tendrar ljósin á jólatrénu í Smáralind. 

Komdu og eigðu glaðan dag í Smáralind á laugardaginn kl. 14. Emmsjé Gauti tekur sín vinsælustu lög og tendrar ljósin á jólatrénu í Smáralind og opnar um leið söfnunarátakið Pakkajól. Drengjakór Reykjavíkur syngur og gleðigjafinn Eva Ruza verður kynnir. Piparkökumálun verður í boði Kötlu, fígúrur frá Sirkus Íslands verða á flandri ásamt því að Nói Siríus, MS, Te & kaffi og XO bjóða upp á gómsætt smakk. 

 Tími  Viðburður
 14-14.30 Emmsjé Gauti, Drengjakór Reykjavíkur og Eva Ruza tendra ljósin á jólatrénu og hefja Pakkajól
Staðsetning: Fyrir framan Zöru á 1. hæð
 13-17 Piparkökumálun í boði Kötlu
Staðsetning: Fyrir framan Söstrene Grene á 1. hæð
 14-16 Jólafígúrur frá Sirkus Íslands verða á flandri um húsið

Sjáumst í Jólapartýi Smáralindar