Steldu stílnum

19. nóvember 2019

Johannes Huebl er líklega þekktastur fyrir að vera eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo. Fyrirsætan fagra er þó fyrirmynd á eigin forsendum og slær ekki feilnótu þegar kemur að tískunni. Klassískur stíll hans er vel þess virði að stela, hér koma nokkur tips.

Johannes klæðist vönduðum jakkafötum og er hrifin af köflóttu, vestið undirstrikar svo vaxtalagið fallega. Hann er einnig óhræddur við að blanda saman ólíkum mynstrum eins og sést hér þar sem hann sportar doppóttu bindi við köflótt jakkaföt. Fylgihlutirnir eru svo punkturinn yfir i-ið en hann sést gjarnan með appelsínugul sólgleraugu og í brúnum leðurskóm.

Þú færð jakkaföt frá vörumerkjum sem Johannes klæðist gjarnan í Herragarðinum. Hann er hrifinn af Hugo Boss en þessi jakki er frá þeim.

Fyrirsætan fagra er duglegur við að "layera" eða klæðast nokkrum lögum af fötum á sama tíma. Fallegar prjónapeysur yfir skyrtur og vandaður kasmírfrakki verður oftar en ekki fyrir valinu. Vertu viss um að spara ekki þegar kemur að frakkamálum, ef efnið er í ódýrari kantinum er hætta á að hann líti út eins og innan úr ryksugu áður en veturinn er á enda.

Hér eru tveir fallegir frá Hugo Boss sem fæst í Herragarðinum og Selected, Smáralind.

Selected, 29.990 kr.

Selected, 11.990 kr.


Ecco-skór í svipuðum stíl og þeir sem Johannes klæðist, Steinar Waage, 19.995 kr.


Bottega Veneta-sólgleraugu frá Optical Studio, 45.800 kr.

Plusminus Optic selur Ray Ban, þessi týpa heitir Erica.

Falleg haustpeysa frá Jack & Jones, 6.990 kr.

Jack & Jones, 9.990 kr.

Dressmann, 14.990 kr.

Selected, 7.590 kr.

Herragarðurinn selur einnig föt frá Sand Copenhagen.

Jack & Jones, 6.990 kr.

Gullfallegt úr frá Maurice Lacroix, Jón og Óskar, 105.000 kr.


Zara, 10.995 kr.

Zara, 15.995 kr.


Zara, 8.995 kr.

Johannes er eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo en það má með sanni segja að þau séu "meðitta"!

Látlaust en fullkomið útlit á brúðkaupsdaginn.

 

Johannes er eiginmaður stílstjörnunnar Oliviu Palermo en smartara par er vandfundið.