Nike AIR stækkar

25. október 2019

Verslunin Nike AIR stækkar í Smáralind og býður þér í opnunarpartí á morgun. Stútfull búð af flottum Nike-fötum fyrir konur, karla og börn og fótboltann jafnt sem golfið, körfuboltann og ræktina.

Þér er boðið í opnunarpartí þegar ný og stærri verslun Nike AIR opnar í Smáralind laugardaginn 26. október kl. 11.00. Nokkrir heppnir gestir næla sér í vegleg gjafabréf.

Boðið verður upp á drykki og veitingar, Bylgjan verður í beinni og DJ Jay-O heldur uppi stemningunni. Verslunin er full af flottum Nike fötum og allt það nýjasta fyrir körfuboltann, golfið og fótboltann. Heilmikið úrval fyrir konur, karla og börn.

Hlökkum til að sjá þig!