Studio 54 fílingur

24. október 2019

Aðdáendur snyrtivörurisans MAC bíða margir hverjir í ofvæni eftir jólalínu þeirra ár hvert. Þetta árið eru diskódívur áttunda áratugarins innblásturinn. 

Þrátt fyrir glimmer, glans og diskóinnblástur er línan óvenju klæðileg. Þessi augnskuggapalletta er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

Varalitirnir frá MAC klikka ekki. Hér í míní-útgáfu sem við eigum erfitt með að standast.
Strobe-kremið er í miklu uppáhaldi hjá okkur en það er einstakt undir farða og gefur húðinni æðislegan ljóma. Fix Plus-spreyið er svo skyldueign í tösku hverrar konu.

Drauma highlighter-kinnalitapalletta sem hentar mörgum húðtónum. 

Glimmer, gleði og glans og jólin koma snemma í ár! Kíktu í MAC, Smáralind og finndu þína innri Studio 54 dívu.