Pakkajól Smáralindar
Láttu gott af þér leiða fyrir jólin og gefðu eina auka jólagjöf og settu undir jólatréð í Smáralind. Við tökum við gjöfum til 23. desember.
Pakkajól Smáralindar snúast um það að láta gott af sér leiða fyrir jólin og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Gjafirnar sem safnast eru ætlaðar til að gleðja börn og unglinga á Íslandi sem búa við bág kjör. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá um að koma gjöfunum þangað sem þörfin er mest. Við jólatréð í Smáralind er aðstaða til að pakka inn gjöfinni og sérstakir miðar til að merkja hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og fyrir hvaða aldur. Við hvetjum alla sem hafa tök á að taka þátt. Pósturinn tekur við pökkum frá landsbyggðinni og kemur þeim frítt í Smáralind.