Kendall Jenner á pallinum fyrir Giambattista Valli x H&M

25. október 2019

Giambattista Valli x H&M línan, sem skartar kvenfatnaði, herrafatnaði og fylgihlutum, kemur í sölu 7. nóvember í völdum verslunum H&M um heim allan, þar á meðal í H&M, Smáralind kl. 11:00. Hér er brot af því besta úr línunni sem verður að teljast líkleg til að seljast fljótt upp.

Fjöldi glæsilegra gesta sóttu Giambattista Valli x H&M tískusýninguna sem frumsýndi samstarfslínu þessara tveggja tískurisa. Litrík og mikilfengleg veisla sem haldin var við einar merkustu söguminjar Rómar – Palazzo Doria Pamphilj-höllina. Íburður og glæsileiki þessarar fornu hallar, einstakt listmunasafnið sem hún geymir og rómverskur heimsborgarastíllinn fóru sérlega vel við frumlegan og frjálsan anda línunnar, stórkostlega hönnunina og fágaðan stílinn.

Tímaleysi, sígilt yfirbragð og áreynslulaus glæsileiki hinnar nýju Giambattista Valli x H&M-línu birtist ljóslifandi á skærbleikum sýningarpalli þar sem fyrirsætur, stjörnur og íbúar Rómaborgar gengu pallinn. Sýningunni lauk með stórbrotinni lokafylkingu með stórstjörnunni Kendall Jenner fremsta í flokki, íklæddri hinum fræga rauða kjól sem einkennir línuna. 

"Tískuhúsið mitt hefur bækistöðvar í París, en ég er gífurlega stoltur af rómverskum uppruna mínum: Hjarta mitt slær ævinlega með „borginni eilífu“ – città eterna – og þess vegna ákvað ég að halda sýninguna hér í Róm, í Palazzo Doria Pamphilj. Róm, með sitt auðuga og fjölbreytta mannlíf, hefur mótað viðhorf mín og persónuleika. Það var því stórkostlegt að sjá línuna taka á sig lifandi mynd hér, í heimaborginni minni,“ segir Giambattista Valli.

Kendall Jenner gullfalleg í skærbleikum Giambattista Valli x H&M-kjól.

Giambattista Valli x H&M línan, sem skartar kvenfatnaði, herrafatnaði og fylgihlutum, kemur í sölu 7. nóvember í völdum verslunum H&M um heim allan, þar á meðal í H&M Smáralind kl. 11:00.