Að frétta úr Smáralind

Fyrirsagnalisti

22. apríl 2024 : Hér er opið á sumardaginn fyrsta

Við tökum fagnandi á móti sumrinu fimmtudaginn 25. apríl.  Boðið verður upp á andlitsmálingu, blöðrudýr, kandífloss og sumargjöf frá Smáralind. Opið verður á milli 12 og 17.

Sjá alla fréttina

12. apríl 2024 : Hér er það flottasta úr ZARA að mati stílista

Tískukeðjan ZARA er þekkt fyrir að koma með flíkur og fylgihluti á markað sem líta út fyrir að vera mun dýrari en raun ber vitni og hittir alltaf naglann á höfuðið þegar nýjustu straumar og stefnur eru annars vegar. Hér er það sem stílisti HÉRER.is mælir með fyrir vorið.

Lesa á HÉR ER

9. apríl 2024 : Hér eru Ungir frumkvöðlar

Dagana 12. og 13. apríl verður Vörumessa Ungra frumkvöðla haldin í Smáralind. Á Vörumessunni munu 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum kynna og selja vörur og nýsköpun sína. 

Sjá alla fréttina

22. mars 2024 : Hér er opnunartími Smáralindar um páskana

Nú eru páskarnir á næsta leyti og ýmislegt sem þarf að huga að við að undirbúa fjölskylduboðin og notalegar stundir. Í ljósi þess viljum við minna á opnunartíma Smáralindar um páskahátíðina.

Sjá alla fréttina

12. mars 2024 : Hér eru 16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið. 

Sjá alla fréttina

15. febrúar 2024 : Hér eru Litaleikir

Uppgötvaðu undraheim lita og ljóss á skemmtilegri gagnvirkri vísindasýningu í Smáralind. Sýningin er tilvalin afþreying fyrir fjölskyldur í vetrarfríi!

Sjá alla fréttina

13. febrúar 2024 : Hér eru 100 hugmyndir að sparidressum fyrir veisluna

Stílisti HÉRER.is er með ótal góðar hugmyndir að dressum fyrir sparileg tilefni á borð við fermingarveislurnar sem framundan eru. Mömmur, ömmur, frænkur og vinkonur, hér er eitthvað fyrir ykkur!

Lesa á HÉR ER

9. febrúar 2024 : Hér eru leynitrix stílistans fyrir fermingarveisluna

Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að undirbúa fermingarveislu. Litlu smáatriðin í borðskreytingum gefa gestum góða upplifun og ekki síst fermingarbarninu sem hefur jafnvel tekið þátt í skipulagningunni. Hér eru leynitrix stílistans fyrir fermingarveisluna.

Lesa á HÉR ER

1. febrúar 2024 : Hér eru útsölulok og enn meiri afsláttur af útsöluvörum

Nú eru síðustu dagar útsölunnar í Smáralind og enn meiri afsláttur af útsöluvörum í fjölmörgum verslunum. Útsölunni lýkur formlega sunnudaginn 4. febrúar. 

Sjá alla fréttina

24. janúar 2024 : Hér er Leikandi laugardagur

Laugardaginn 27. janúar verður leikandi stemning í Smáralind. Krakkakviss með frábærum vinningum verður í Fótboltalandi, Danshópur DWC kennir og sýnir dansa, Cheerios verður með vítakastkeppni og golfkennsla verður á vegum Hagkaups. Einnig verður boðið upp á andlitsmálningu, kórónugerð, Fruitfunk-ávaxtanammi og Kókómjólk frá MS.

Sjá alla fréttina

15. janúar 2024 : Hér eru meðmæli stílista á útsölu

Stílisti HÉRER.is fékk innblástur frá stílstjörnunum og valdi nokkrar flíkur í þeim anda sem fást á útsölu í Smáralind þessa dagana. Þær eiga það allar sameiginlegt að lyfta fataskápnum upp og geta staðið með þér næstu árin.

Lesa á HÉR ER

2. janúar 2024 : Hér er útsala

Útsölur eru hafnar í verslunum Smáralindar, komdu og gerðu frábær kaup á fallegum vörum.

Sjá alla fréttina

12. desember 2023 : Hér er afgreiðslutími Smáralindar um jólin

Jólaopnun hefst í Smáralind laugardaginn 16. desember. Frá og með þeim degi verða verslanir opnar klukkan 11 til 22 alla daga fram að jólum, einnig á Þorláksmessu.

Sjá alla fréttina

6. desember 2023 : Hér er jólastemning í desember

Það verður notalegt að koma í Smáralind fram að jólum. Ýmsar uppákomur verða allar helgar í desember og vikuna fyrir jól. 

Sjá alla fréttina

5. desember 2023 : Hér er óskagjöfin - Nú komin í símann

Gjafakort Smáralindar er tilvalin gjöf fyrir fólkið þitt, hvort sem um er að ræða jóla-, afmælis-, eða tækifærisgjafir. Gjafakortið er nú hægt að setja í símaveskið sem eykur enn á þægindin.

Sjá alla fréttina

1. desember 2023 : Hér er Jóladagatal Smáralindar

Opnaðu nýjan glugga á hverjum degi til jóla og þú gætir fengið stórglæsilegan vinning frá verslunum Smáralindar. Taktu þátt í gleðinni og skráðu þig til leiks.

30. nóvember 2023 : Hér er Bubbi.is

Vinnustofa Bubba opnar í Smáralind þann 1. desember þar sem textaverk Bubba Morthens verða afhend. Vinnustofan er staðsett í C-inngangi á 2. hæð, á móti Dúka.

Sjá alla fréttina

23. nóvember 2023 : Hér er Home & you

Verslunin Home & you hefur opnað í Smáralind. Home & you er evrópsk verslunarkeðja með fallegum gjafa- og heimilisvörum. Verslunin er staðsett á 1.hæð á milli Zara og H&M.

Sjá alla fréttina

16. nóvember 2023 : Hér eru Pakkajól

Pakkajól, pakkasöfnun Smáralindar, er nú í fullum gangi. Gefðu eina auka jólagjöf og settu undir jólatréð í Smáralind. Gjafirnar fara til barna á Íslandi sem búa við bág kjör.

Sjá alla fréttina

14. nóvember 2023 : Hér er Jólagleði

Það verður sannkölluð jólagleði þegar ljósin á jólatrénu í Smáralind verða tendruð kl. 14 laugardaginn, 18. nóvember. Tilvalið að mæta með alla fjölskylduna og gera sér glaðan dag saman.

Sjá alla fréttina

10. nóvember 2023 : Hér hefst jólagjafaleitin

Jólagjafavefur Smáralindar er kominn í loftið. Á jólagjafavefnum finnur þú fjölmargar hugmyndir að jólagjöfum fyrir fólkið þitt.

Síða 1 af 14