Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi
Í Hnoðrakoti er sérútbúin aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin til að dunda sér. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hliðina á World Class.