Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Við Smáralind má finna tuttugu og átta 11-22 kW hleðslustæði og fjögur 240kW hraðhleðslustæði. Átta hleðslustæði eru staðsett á 1. hæð bílastæðahússins Hagkaupsmegin í Smáralind og átta stæði á 2. hæð sömu megin. Tólf stæði má finna sunnan megin við húsið, tvo þeirra við stæði fatlaðra með lækkaðri hæð. Hraðhleðslustæðin fjögur má einnig finna sunnan megin. Virkja má stöðvarnar með Ísorkulykli eða Ísorkuappi og má sjá verðskrá í Ísorkuappinu.