Frábær aðstaða fyrir alla

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Við Smáralind eru samtals 16 22 kW hleðslustöðvar frá Ísorku. Átta hleðslustöðvar eru staðsettar á 1. hæð bílastæðahússins Hagkaupsmegin í Smáralind og átta stöðvar á 2. hæð sömu megin. Verð: 24 kr./kw. Eftir 3 klst. bætast svo við 3 kr./mín. gjald. 

Ein glæsilegasta hjólageymsla landsins

Í Smáralind er glæsileg hjólageymsla með vel útbúnum viðgerðarstandi. Rýmið er vaktað, vel upplýst og hitað og þar getur þú geymt hjólið þitt frítt. Hjólageymslan er staðsett á 1. hæð til hliðar við aðalinnganginn Hagkaupsmegin í Smáralind.

Standur fyrir rafmagnshlaupahjól

Á milli aðalinngangsins og hjólageymslunnar á 1. hæð er sérútbúin standur fyrir rafmagnshlaupahjól þar sem þú getur læst hjólinu og hlaðið það frítt með appinu Bikeep. Þú getur appið fyrir Iphone á App store og fyrir Android á Google Play

Barnagæsla fyrir 4-12 ára

Í Smárabíói er barnagæsla fyrir börn á aldrinum 4–12 ára sem skipt er í tvö svæði, annars vegar leikaðstöðu fyrir yngri börn og hins vegar risastóra, 6 hæða klifurgrind fyrir eldri börnin. Barnagæslan er lokuð tímabundið.

Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi

Í Hnoðrakoti er sérútbúin aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin til að dunda sér. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hliðina á World Class.

Leiksvæði á göngugötunni

Í Smáralind geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás á sérhönnuðum leiksvæðum sem henta börnum á öllum aldri. Leiksvæðin eru tvö og staðsett á 1. hæð, eitt við Hagkaup og annað í nálægð við Name it.