Frábær aðstaða fyrir börn og foreldra

Barnagæsla fyrir 4-12 ára

Í Barnalandi er glæsileg barnagæsla fyrir börn á aldrinum 4–12 ára sem skipt er í tvö svæði, annars vegar leikaðstöðu fyrir yngri börn og hins vegar risastóra, 6 hæða klifurgrind fyrir eldri börnin. Nánari upplýsingar er að finna á vef Smárabíó

Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi

Í Hnoðrakoti á 2. hæð við hlið World Class er aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin.

Leiksvæði á göngugötunni

Skemmtileg leiksvæði eru fyrir yngri kynslóðina í Smáralind. Þar geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás. Leiksvæðin henta börnum á öllum aldri.