Frábær aðstaða fyrir alla

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Við Smáralind má finna tuttugu og átta 11-22 kW hleðslustæði og fjögur 240kW hraðhleðslustæði. Átta hleðslustæði eru staðsett á 1. hæð bílastæðahússins Hagkaupsmegin í Smáralind og átta stæði á 2. hæð sömu megin. Tólf stæði má finna sunnan megin við húsið, tvo þeirra við stæði fatlaðra með lækkaðri hæð. Hraðhleðslustæðin fjögur má einnig finna sunnan megin. Virkja má stöðvarnar með Ísorkulykli eða Ísorkuappi og má sjá verðskrá í Ísorkuappinu.

Ein glæsilegasta hjólageymsla landsins

Í Smáralind er glæsileg hjólageymsla með vel útbúnum viðgerðarstandi. Rýmið er vaktað, vel upplýst og hitað og þar getur þú geymt hjólið þitt frítt. Hjólageymslan er staðsett á 1. hæð til hliðar við aðalinnganginn Hagkaupsmegin í Smáralind.

Hnoðrakot - Gjafa og skiptiherbergi

Í Hnoðrakoti er sérútbúin aðstaða fyrir foreldra til að skipta á litlum krílum og gefa þeim í rólegu og notalegu umhverfi. Þar er einnig fín aðstaða fyrir stóru systkinin til að dunda sér. Hnoðrakot er staðsett á 2. hæð við hliðina á World Class.

Leiksvæði á göngugötunni

Í Smáralind geta foreldrar stoppað og hvílt sig á meðan börnin fá smá útrás á sérhönnuðum leiksvæðum sem henta börnum á öllum aldri. Leiksvæðin eru tvö og staðsett á 1. hæð, eitt við Hagkaup og annað í nálægð við Name it.