Hér er Smáralind

Þann 10.10 árið 2001 kl. 10:10 var Smáralind, stærsta verslunarmiðstöð landsins opnuð með pompi og prakt og er því 20 ára um þessar mundir. Af því tilefni rifjuðum við til gamans upp góðar stundir hér í Smáralind sem hafa verið svo ótal margar í gegnum árin.

Í Smáralind eru um 100 verslanir, veitingastaðir og þjónustufyrirtæki. Fjöldi gesta sem leggur leið sína í Smáralind á hverju ári er yfir 4 milljónir. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína í Smáralind fyrir samfylgdina. 

Stuð og stemning

Brúðkaupssýningin Já var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind frá árinu 2002-2005 við miklar vinsældir.

  • Brúðkaupssýning Já - Smáralind
  • Brúðkaupssýningin já - Smáralind

Hér sýnir verslunin Isis á tískusýningu Brúðkaupssýningarinnar já í Vetrargarðinum.

Brúðkaupssýningin Já - Smáralind

 

Íslandsmót Galaxy í hreysti var haldið í Vetrargarðinum í Smáralind. Takið eftir þessum lengst til hægri á myndinni vinstra megin.

  • Íslandsmót Galaxy Hreysti - Smáralind

Fólk lét sig hafa það að bíða í langri biðröð til að fá eiginhandaáritun frá idolunum sínum sem tóku þátt í sjónvarpsþættinum Idol Stjörnuleit sem haldin var í Vetrargarðinum í Smáralind.

Idol áritun í Smáralind

 

Birgitta Haukdal auglýsir Snyrtidaga í Smáralind.

Birgitta Haukdal - Smáralind

 

Mikill fjöldi lagði leið sína á útsölu árið 2003.

Útsala í Smáralind 2003

 

Vetrargarðinum í Smáralind var breytt í leikhús sumarið 2004 þar sem hátt í þúsund manns gátu sótt hverja sýningu af söngleiknum Fame. Sýninginin var samvinnuverkefni Smáralindar, 3 Sagas og Norðurljósa. Hér má sjá leikarana gefa aðdáendum eiginhandaráritun.

Leikarar ur söngleiknum Fame árita í Smáralind

 

Rokkstjarnan Magni var hylltur við heimkomu eftir gott gengi í sjónvarpsþáttunu Rock Star Supernova árið 2006.

  • Magni - Supernova - Smáralind
  • Magni - Supernova - Smáralind

Hér var haldið upp á fimm ára afmæli Smáralindar.

5 ára afmæli Smáralinar

 

Stjörnurnar í sjónvarpsþættinum X-Factor gefa eiginhandaáritanir.

X-Factor - Smáralind

 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd var mikið stuð og stemning sem fylgdi konukvöldum Létt Bylgjunnar í Smáralind.

Konukvöld - Smáralind

 

Góðvinkona Smáralindar, söngkonan Birgitta Haukdal, skemmti gestum og gangandi árið 2007.

Birgitta Haukdal - smáralind

Tívolí við Smáralind var opnað árið 2007 og vakti mikla lukku landsmanna.

Tívolí - Smáralind - 2007

 

Sögulegir viðburðir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt tölu til heiðurs Íslenska landsliðinu í handbolta sem kom heim með sögulegt silfur á Ólympíuleikunum árið 2008.

Mikill fjöldi lagði leið sína í Smáralind til að líta átrúnaðargoð sín augum þegar Íslenska handboltalandsliðið snéri heim eftir að hafa unnið til sögulegra silfurverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2008.

Smáralind troðfull af aðdáendum Silfurdrengjanna okkar

 

Söngkonan Jóhanna Guðrún áritaði plötuna sína í Smáralind árið 2009.

Jóhanna Guðrún áritun Smáralind

Ekkert var til sparað á 10 ára afmæli Smáralindar.

10 ára afmæli Smáralindar

 

Páll Óskar tók lagið af mikilli innlifun.

10 ára afmæli - Smáralind - Páll Óskar

 

Götulistamaður vakti mikla gleði þegar haldið var upp á 10 ára afmælið.

10 ára afmæli - Smáralind

 

Jón Jónson steig á svið og söngelsku félagarnir Friðrik Ómar og Jógvan tóku lagið við góðar undirtektir.

  • 10 ára afmæli - Smáralind - Jón Jónsson
  • 10 ára afmæli - Smáralind

Miðnæturopnanir Smáralindar hafa löngum verið vinsælar.

Miðnæturopnun - Smáralind

 

Tryllt tíska í Smáralind

Tískan í kringum aldamótin er heldur betur komin aftur.

Aldamótatískan - Smáralind

Smáralind gaf út sitt eigið tímarit við ýmis tilefni.

Smáralind gaf út eigið tímarit í samstarfi við Nude Magazine.

Þær eru ófáar tískusýningarnar sem haldnar hafa verið í Smáralindinni en hér sýndi Topshop nýjustu tísku, sælla minninga.

Konukvöld tískusýning - Smáralind

Förðunarfræðingar Make Up Store gáfu konum yfirhalningu í versluninni.

Makeup store - Smáralind

Breska tískukeðjan Karen Millen var ein vinsælasta kvenfataverslun landsins en hér má sjá glæsilegar dömur sína nýjustu tísku.

Karen Millen - Smáralind

Fermingartískan upp úr aldamótunum síðustu.

Fermingartískan um aldamótin - Smáralind

 

Vinsælar verslanir

Nóatún var með glæsilega verslun á 2. hæð þar sem lögð var áhersla á ferska matvöru. Debenhams var með svokallaða flagship verslun á Íslandi í Smáralind þar sem þú gast fengið allt milli himins og jarðar. Superdry er ein þeirra verslana sem hafa komið og farið síðan Smáralind opnaði árið 2001.

  • Nóatún - Smáralind
  • Debenhams - Smáralind
  • Superdry - Smáralind

 

Hér má sjá auglýsingar frá verslunum sem hafa komið og farið úr Smáralind. Auglýsing frá versluninni Retro sem opnaði í Smáralind árið 2003. Verslunin Stasia auglýsti fatnað fyrir konur eldri en 25 ára og seldi föt á breiðu stærðarbili. Change auglýsti eina glæsilegustu undirfataverslun landsins í Smáralind árið 2003.

  • Retro opnar í Smáralind
  • Stasia opnar í Smáralind
  • Change opnar í Smáralind

H&M opnaði svokallaða Flagship-verslun á Íslandi í Smáralind árið 2017. Við það tilefni var engu til sparað og mikil eftirvænting meðal landsmanna.

H&M opnun - Smáralind 



 

  • H&M opnun - Smáralind
  • H&M opnun - Smáralind
  • H&M opnun - Smáralind

Verslanir Weekday og Monki fylgdu í kjölfarið og opnuðu árið 2019.

  • Monki - Smáralind
  • Monki - Smáralind

Nú á dögunum opnaði hönnunarverslunin Epal glæsilega verslun á 2. hæð en þar má finna vörur frá mörgum af vinsælustu hönnuðum heims.

Epal - Smáralind

 

 

 Velkomin í Smáralind og takk fyrir samfylgdina í 20 ár.