World Class
World Class Smáralind er 2.000 m2 og var opnuð 24. október 2016.
Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Í salnum er pallur fyrir ólympískar lyftingar. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum skv. tímatöflu en svo eru einnig lokuð námskeið í boði sem og einkaþjálfun.
Stöðin inniheldur hjólasal, heitan sal, hóptímasal, barnahorn, infrarauða gufu, hefðbundna saunu, eimbað, heitan og kaldan pott.
ATH. Milli kl. 06:00-07:30 er aðeins hægt að komast inn í húsið við inngang D (2. hæð, við hliðina á H&M).