Smárabíó

3. hæð

Smárabíó er vinsælasta kvikmyndahús landsins. Lúxussalurinn í Smárabíói er hannaður fyrir allra kröfuhörðustu gestina!Smárabíó rúmar yfir 1.000 manns í sæti í fimm sölum og er fullkomin stafræn tækni í þeim öllum ásamt Real D þrívídd og búnaði til að horfa á beinar útsendingar.

Smárabíó varð fyrst til að bjóða Íslendingum upp á að fylgjast með beinum útsendingum í þrívídd frá stórum íþróttaviðburðum og komast jafnan færri að en vilja á þær sýningar. Fyrsta flokks hægindastólar fyrir 66 manns prýða Lúxussalinn og sýningartjald af fullkomnustu gerð tryggja hámarks upplifun og þægindi.

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Afgreiðslutími

Virka daga 15-01
Helgar 12.30-01

Hafðu samband við Smárabíó

Til baka í yfirlit

3. hæð