Extraloppan

1. hæð
Extraloppan - Smáralind

Endurnýtum fyrir okkur, börnin okkar og umhverfið allt.

Í Extraloppunni getur þú bæði keypt og selt notaðan vel með farinn fatnað, fylgihluti og húsbúnað. Sem seljandi leigir þú bás í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki, merkingar og þjófavarnir munum við svo útvega í verslun okkar og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um að selja þær. 

Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs. Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt! Auðlindir heimsins eru ekki ótakmarkaðar, endurnýting á framleiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða bæði fyrir neytendur og umhverfið allt. 

Við greiðum út söluhagnaðinn þinn með millifærslu þegar þér hentar.

Fylgstu með Extraloppunni á Facebook og Instagram 

Bókaðu básinn þinn hér

Til baka í yfirlit

1. hæð