Body Shop

1. hæð

Sagan okkar hófst í strandbænum Brighton á Englandi árið 1976. Þar byrjaði stofnandi okkar, Anita Rodick, að útbúa eigin vörutegundir samkvæmt nýstárlegri hugmynd: að viðskipti gætu verið afl til að bæta heiminn. The Body Shop hefur nú unnið í anda Anitu í rúm 40 ár en Anita lést árið 2007.

The Body Shop rekur nú meira en 3000 verslanir í 66 þjóðlöndum með rúmlega 22,000 sérþjálfaða starfsmenn sem hjálpa okkur að kynna vörur okkar og stefnumál. Aldrei hrædd við að vera öðruvísi eða berjast fyrir því sem okkur þykir vera rétt, leitum við um allan heim að öflugum, náttúrulegum innihaldsefnum sem aflað er á vistvænan hátt og nýtum í margvíslegar, náttúrulegar snyrtivörulínur.

Skuldbinding okkar á þann veg að gera viðskipti að afli til góðs hefur aldrei skipt okkur meira máli en einmitt í dag og er Enrich Not Exploit™-verkefnið okkar lýsandi dæmi. Þetta þýðir að við eigum heiðarleg og sanngjörn viðskipti við smábændur og aðra birgja og styðjum við bakið á smáum samfélögum með Community Trade-verkefninu, erum 100% vegetarian og höfum verið og erum enn eilíflega á móti prófunum á dýrum í þágu snyrtivöruiðnaðarins. Við getum þetta saman, því allt er þetta undir okkur sjálfum komið.

Hafðu samband við Body Shop

Til baka í yfirlit

1. hæð