Weekday opnar í smáralind
Sænska fatakeðjan Weekday mun opna verslun í Smáralind á vormánuðum 2019. Verslunarkeðjan er mörgum kunn en hún er mjög vinsæl meðal ungs fólks í Evrópu. Götustíll og ungmenning er helsti innblástur hönnuða Weekday.
Vörumerkið er sænskt og var stofnað árið 2002. Það rekur verslanir víða í Evrópu og er í mikilli útrás um þessar mundir. Weekday leggur áherslu á fatnað úr gallaefni og götustíll og ungmenning er helsti innblástur hönnuða fyrirtækisins.
Nánari upplýsingar um opnun Weekday og annarra vörumerkja verða birtar þegar nær dregur.