Útsölugersemar

16. janúar 2020

Þessar gersemar eru á óskalistanum okkar og svo heppilega vill til, líka á útsölu.

Ákveðnir aðilar sem við þekkjum hafa láta sig dreyma um þessa sandala síðan síðasta sumar. Nú eru þeir á 9.995 kr. í GS skóm og því tilvalið tækifæri að grípa þá fyrir dýrðarsumarið sem við eigum skilið eftir harðan vetur.

Þessi Tommy Hilfiger-taska er bæði praktísk og klassísk og hægt að nota bæði hversdags og við sparilegri tilefni. Á útsölunni er hún á 28.797 kr. í Karakter.

Þessi bjútífúl blazer frá Tommy er svo gæðalegur (og klæðilegur) að við eigum erfitt með að sleppa honum. Hann kostar 31.197 kr á útsölunni í Karakter.

 Dásamleg peysa úr ullarblöndu á 60% afslætti í Karater. Nú á 13.998 kr.

Samsøe & Samsøe-treflar eru langir, þykkir og djúsí-alveg eins og við viljum hafa þá! Þessi er á 10.197 kr í Karakter.

Stærðin á þessari tösku með krókódílaáferð er tilvalin í vinnuna. Á útsölunni á 8.397 kr í Karakter.