Upplýsingar vegna samkomutakmarkana og 2 metra reglu

4. ágúst 2020

Í Smáralind er fyrirmælum Almannavarna fylgt í hvívetna. 100 manna regla gildir í verslunum og á veitingastöðum og 2 metra regla gildir um fjarlægð á milli ótengdra einstaklinga. 

Í tilefni gildandi takmarkana á samkomum vegna fjölgunar á Covid 19 tilfellum viljum við koma eftirfarandi á framfæri. 100 manna regla samkomubannsins gildir fyrir verslanir og veitingastaði hússins sem þýðir að tryggja þarf að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við sameign hússins en í hvívetna þarf að fylgja 2 metra reglunni um fjarlægð á milli fólks.

Grímuskylda gildir á hárgreiðslu- og snyrtistofum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á milli ótengdra einstaklinga.

Rekstur Smáralindar er að öðru leiti með óbreyttu sniði. Þrif á sameignarsvæðum, s.s. salerni, lyftur, rúllustigar, leiksvæði, handrið, eru áfram margfalt meiri en vanalega til að tryggja hreinlæti og sprittstandar eru víðs vegar um húsið. Innpökkunarborð er tímabundið lokað til að tryggja sóttvarnir.

Smáralind fylgist vel með fyrirmælum Almannavarna og Embættis landlæknis og aðgerðir verða endurmetnar eftir því hvernig málin þróast. Við hvetjum alla til að fylgja fyrirmælum og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir.

Vertu velkomin í Smáralind