Upplýsingar vegna hertra samkomutakmarkanna

5. október 2020

Í Smáralind er fyrirmælum Almannavarna vegna Covid-19 fylgt í hvívetna. Nú hefur tekið gildi ný takmörkun á samkomum sem gildir til og með 19. október næstkomandi.

Í tilefni takmarkana á samkomum vegna Covid-19 sem gilda til og með 19. október næst komandi viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Verslunum er heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu svo framarlega sem hægt sé að tryggja 2 metra á milli fólks. Verslanir sem eru yfir 1.000 m2 að stærð mega hleypa til viðbótar einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 m2 sem eru umfram þessa 1.000 m2. Hámarksfjöldi er þó alltaf 200 manns. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við sameign hússins en í hvívetna þarf að fylgja 2 metra reglunni um fjarlægð á milli fólks. Viðskiptavinum verslana er skylt að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli ótengdra einstaklinga.

Grímuskylda gildir á hárgreiðslu- og snyrtistofum þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð á milli ótengdra aðila. 

Líkamsræktarstöðin World Class er lokuð vegna samkomubannsins. Starfsemi fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar helst þó óbreytt þ.e. Dansstúdíó World Class. 

Rekstur Smáralindar er að öðru leiti með óbreyttu sniði. Þrif á sameignarsvæðum, s.s. lyftur, rúllustigar, leiksvæði, handrið, salerni, er áfram margfalt meiri en vanalega til að tryggja hreinlæti og sprittstandar eru víðs vegar um húsið. Innpökkunarborð er tímabundið lokað til að tryggja sóttvarnir.

Smáralind fylgist vel með fyrirmælum Almannavarna og Embættis landlæknis og aðgerðir verða endurmetnar eftir því hvernig málin þróast. Við hvetjum alla til að leggjast á eitt og fylgja fyrirmælum og passa upp á fjarlægðarmörk og sóttvarnir.