Í uppáhaldi frá Lancôme

29. ágúst 2019

Nýi ilmurinn Idôle frá Lancôme verður kynntur til sögunnar í Smáralind í dag klukkan 17. Að því tilefni fjöllum við um nokkur uppáhöld frá snyrtivörurisanum en allar vörur frá Lancôme verða á 20% afslætti til 4. september. Sjáumst í Hagkaup, Smáralind!

Lancôme er með eitthvað fyrir alla þegar kemur að farða, hvort sem þú fílar fljótandi, þekjandi, mattan eða ljómandi, í stiftformi eða svampi. Fyrir þær sem vilja mikla þekju og farða sem endist allan liðlangan daginn mælum við með Teint Idole Ultra Wear. Teint Miracle er svo einstaklega fallegur farði fyrir náttúrulega áferð.

   Við mælum með því að kaupa uppáhaldsmaskarann þegar hann er á tilboði, enda hálfgerð nauðsynjavara. Vöndurinn á Grandiôse-maskaranum lítur út eins og svanur og nær hverju einasta augnhári og ýkir það umtalsvert.

Teint Idole Ultra Wear Camouflage-hyljarinn hylur bókstaflega allt og helst mjög vel á húðinni. 

Fyrir þær sem elska ljómakennda húð mælum við með primernum með langa nafnið. La Base Pro Hydra Glow stendur undir nafni og er æðislegur undir farða.

Svampakinnaliturinn eða Cushion Blush hefur vakið verðskuldað umtal og mikið lof í snyrtivörubransanum og ekki að ástæðulausu. Formúlan er einstaklega létt og nokkuð líklega náttúrulegasti kinnalitur sem hægt er að finna. Litaúrvalið er líka ekki af verri endanum.

Leikkonan fagra og fyrirmyndin Zendaya er andlit nýja ilmsins Idôle. Ilmvatnið verður kynnt til sögunnar í Smáralind þann 29. ágúst á milli 17 og 19.