TGI Friday´s og Sport & Grill sameinast
Nú standa yfir spennandi breytingar á tveimur stærstu veitingastöðum Smáralindar þar sem TGI Friday´s og Sport & Grill sameinast undir nafni TGI Friday´s.
Veitingastaðurinn Sport & Grill hefur því lokað og undirgegnst nú breytingar. Í nóvember opnar hann aftur undir nafni TGI Friday´s. Nýi staðurinn mun bjóða upp á það besta frá báðum stöðum. TGI Friday´s starfar áfram óbreyttur fram að flutningunum.
Sameining TGI Friday´s og Sport & Grill er hluti af stærri og spennandi breytingum sem framundan eru í austurenda Smáralindar sem kynntar verða síðar.