Tax Free af snyrtivörum í Hagkaup

4. júlí 2019

Dagana 4.-8. júlí verður Tax Free af öllum snyrtivörum í Hagkaup. Ef þig vantar eitthvað í snyrtibudduna en veist ekki hvar þú átt að byrja erum við með nokkrar skotheldar uppástungur.

Becca er meistari highlighteranna og á Tax Free-dögum er ekki vitlaust að splæsa í einn sem hentar þínum húðlit best.

Clarins Lip Perfector nærir varirnar og gerir þær extra djúsí. Svo ilmar hann ótrúlega vel. Við mælum með!

Naked Heat-pallettan frá Urban Decay inniheldur ótrúlega marga klæðilega augnskugga sem ýkja hvaða augnlit sem er.

Grandiôse-maskarinn frá Lancôme gerir augnhárin hrikalega þykk og þau haldast uppbrett allan liðlangan daginn.

Bon Bon frá Viktor&Rolf er í uppáhaldi hjá mörgum enda einstaklega sætur eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna.


Augabrúnablýanturinn frá Sensai er einn sá allra besti í bransanum. Að hægt sé að kaupa fyllingu í hann er plús.

Það er ekki verra að fá tæplega 20% afslátt af EGF-dropunum sem allar konur elska.

Complexion Rescue, litaða dagkremið frá bareMinerals er í uppáhaldi hjá mörgum. Nú er það einnig til í stiftformi.


Nú er hægt að fá klassíska dagkremið frá Clinique sérsniðið eftir þinni húðtýpu og þörfum hverrar og einnar.

Ef þú ert að leita að farða með góðri þekju en gullfallegri áferð er Parure Gold frá Guerlain í sérflokki. 

Blauti eyelinerinn frá Sensai er auðveldur í notkun og helst endalaust lengi á augunum.

Double Wear-farðinn er orðið að algerri kúlt-vöru í snyrtivörubransanum og er í uppáhaldi hjá mörgum konum sem vilja mikla þekju og farða sem endist lengi á húðinni.