Sumartrend

28. maí 2019

Þú getur verið viss um að finna heimsins stærstu trend í Smáralind. Eitt af því sem við sáum á allmörgum vortískusýningum stærstu tískuhúsa heims var beislitur í öllum blæbrigðum. 

Beislitir fara einkar vel við sólkysst útlit en ef þig vantar ferska hugmynd þá getur verið skemmtilegt að blanda neon-litum og beis saman en föt og fylgihlutir í neon-litum eru einnig mál málanna þessa tíðina. Ef þú vilt halda þig við klassíkina þá eru dökkbrúnir leðurfylgihlutir algerlega málið. 

Nýr farði frá bareMinerals hefur slegið í gegn. Fæst í Hagkaup, Smáralind.