Steldu stílnum (og sjáðu geggjaðar buxur á 2.000!)

29. janúar 2020

Stílisti Smáralindar skrapp í H&M og valdi brot af því besta úr búðinni. Margar flíkurnar litu heldur betur kunnuglega út. Ef þú heillast að tískuhönnun Isabel Marant en líkar ekki verðmiðinn, þá er heimsókn í H&M í Smáralind málið.

Ein vinsælasta prjónapeysa síðasta árs úr haustlínu Isabel Marant sést hér á dóttur Cindy Crawford, Kaiu Gerber. Margar ódýrari tískukeðjurnar hafa komið út með sína útgáfu.

H&M, 5.995 kr.

Hermannalúkkið var áberandi hjá Isabel Marant en hér er Gigi Hadid í kakí og hermanna-dressi en báðum flíkunum er auðvelt að "stela" í H&M. Takið eftir rúllukragabolnum undir stóru skyrtunni. Sérlega heitt par um þessar mundir.

Hermannaskyrta, 3.495 kr.

Geggjuð peysa í yfirstærð við leðurbuxur af útsölunni. Peysa, 5.995 kr. Buxur, 2.000 kr. (Þær eru ótrúlega flottar, koníaksbrúnar og rykktar saman í mittið og með belti.

Etoile Isabel Marant Pre Fall 2019. 

Æðislegur "beisik" toppur sem er ómissandi í fataskápinn. 2.995 kr.

Bolir með póló-sniði verða vinsælir í vor. 2.995 kr.

Blússa, 5.495 kr.

Eitt stærsta fylgihlutatrendið eru stórar keðjur í anda þeirra sem sáust meðal annars hjá tískuhúsinu Bottega Veneta, sem slær öll vinsældarmet þessi misserin.

Þessar fást í H&M á 1.295 kr.

Blússur og bolir með púffuðum ermum eru ekki að fara neitt í bráð. Þessi blússa er æðislega flott og verðmiðinn skemmir ekki fyrir: 5.495 kr. Hermannabuxur, 3.495 kr.

Flottur tweed-jakki í yfirstærð og rúllukragabolur er vænlegt kombó. Jakki, 8.995 kr. Rúllukragabolur, 1.495 kr.