Steldu stílnum frá VB

27. júní 2019

Nú þegar útsölurnar eru hafnar fannst okkur tilvalið að fá innblástur frá stílgoðinu Victoriu Beckham. Hún klæðist gjarnan klassískum flíkum sem þú ættir að geta fundið á góðum díl í Smáralind þessa dagana.

Victoria heldur upp á síða kjóla og hefur hannað margar týpur í gegnum tíðina, oft með áberandi mynstri. Hún fellur gjarnan fyrir kjólasniði sem nær hátt upp á háls og er með síðum ermum. Þú ættir að geta fundið eins og einn sjúklega sætan í Smáralind.

Úr vinstvænni Conscious-línu H&M.


Kjóll í kimono-stæl úr Selected, 12.990 kr.

Vistvæn lína H&M er rómantísk og falleg.

Plíseruð pils eru í uppáhaldi hjá Victoriu en þau parar hún gjarnan við hvíta skyrtu.

Zara, 4.995 kr.


Selected, 14.990 kr.

Það er ekkert Victoriu-lúkk fullkomnað nema með stórum, svörtum sólgleraugum. Sólgleraugnalínan hennar fæst í Optical Studio, Smáralind.

Optical Studio, Smáralind.

Dragtarbuxur í yfirstærð og hvítur stuttermabolur lúkka hrikalega vel saman. 

Selected, 4.990 kr.

Buxur, Zara, 4.995 kr.

Ef þú vilt stela förðunarstílnum frá Victoriu erum við með svarið. 

Skin Love Glow Glase Stick frá Becca er kremaður highlighter í anda Victoriu. Notist efst á kinnbeinin, niður nefið og fyrir ofan efri vör. Jafnvel á viðbeinin ef þú ert í stuði. Fæst í Hagkaup.

Augnblýanturinn Teddy er í uppáhaldi hjá mörgum stjörnum, ef hann er notaður inn í vatnslínu augnanna undirstrikar hann hvaða augnlit sem er. Skyldueign í snyrtibudduna. Fæst í MAC.

Varaliturinn Boy úr smiðju Chanel er einn fallegasti nude-liturinn á markaðnum. Hann fær gæðastimpil frá Victoriu, vinkonu okkar. Fæst í Hagkaup.


Ýfðu upp augabrúnirnar með Couture Brow frá YSL að hætti Victoriu. Fæst í Hagkaup.