Steldu stílnum frá Golden Globes

9. janúar 2020

Hæfileikaríkustu leikkonur samtímans voru samankomnar á Golden Globes hátíðinni á dögunum. Fjölmiðlar gerðu mikinn mat úr því, að vanda, hver hafi verið best klædd og hver ekki. En við ætlum að stela förðunarlúkkinu frá þeim gullfallegu Zoë Kravitz og Joey King sem voru einstaklega smart að okkar mati.

 Zoë er andlit YSL og því ekki ólíklegt að hún hafi notað farða frá merkinu. Til að fá ljómandi áferð mælum við með Touche Éclat all in one Glow, sem leyfir náttúrulegri áferð húðarinnar að skína í gegn.

Soleil Tan de Chanel, kremkennda sólarpúðrið frá Chanel er algert "költ" í snyrtivörubransanum og ekki að ástæðulausu. Notið það með gervihárabursta í kringum andlitið og yfir nefið, fyrir ekta sólkysst útlit.

(Hagkaup)

Urban Decay Naked Petit Heat-pallettan er tilvalin í hlýtóna augnskuggalúkkið sem sést hér á Zoë. Minna er stundum meira. Takið eftir örlitlum glamúr og glansi á miðju augnlokinu. Þar kemur Aura Dew, kremkenndi augnskugginn frá Shiseido, sterkur inn.


(Hagkaup)

Örlítil eyelinerlína sést ef vel er að gáð. Maybelline gel-eyelinerinn er snilld og burstinn sem fylgir með auðveldar ásetningu alveg upp við augnháralínuna.

(Lyfja)

Blátóna og appelsínurauðir litir virðast hafa verið notaðir og gamla, góða trixið hennar Marilyn Monroe þar sem skær appelsínutónn er notaður á miðju varanna, býr til sexí útlit.

Ruby Woo og Lady Danger frá MAC passa vel í þetta lúkk.

Lady Danger hér að ofan og Ruby Woo að neðan.

(MAC, Smáralind)

Joey King var hátíðleg með silfurlitan augnskugga og rómantískan rósableikan lit á vörum og kinnum.

Við getum ekki mælt nóg með farðanum Synchro Skin Self-Refreshing frá Shiseido, enda er hann með þeim allra bestu sem við höfum prófað.

(Hagkaup)

Strike a Rose frá bareMinerals er fullkominn kinnalitur fyrir þetta lúkk.

Cuff, augnblýanturinn frá Urban Decay, var notaður á augu Joey. Köldu augnskuggalitirnir í Naked Basics2 henta vel til að búa til skugga og blanda með.

(Hagkaup)

(Hagkaup)

Liturinn Mocha frá MAC smellpassar í lúkkið.

(MAC, Smáralind)

Gerviaugnhár sem eru lengri út í enda eru best í þessa förðun. Við getum mælt með Accent-augnhárunum frá Eyelure.

(Lyfja, H&M)