Smáralind efst verslunarmiðstöðva í Íslensku ánægjuvoginni

1. febrúar 2021

Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar með einkunnina 71,59 af 100 mögulegum.

Smáralind var efst í flokki verslunarmiðstöðva í niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Smáralind fékk einkunnina 71,59 af 100 mögulegum.

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og könnunin er framkvæmd af Zenter rannsóknum. Markmiðið er að mæla ánægju viðskiptavina gagnvart fyrirtækjunum en einnig er horft til annarra þátta eins og ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavinanna. Allt um Íslensku ánægjuvogina má finna hér.

Takk innilega fyrir okkur elsku viðskiptavinir og rekstraraðilar í húsinu. Við munum nýta þessa hvatningu til að gera enn betur á komandi misserum.