Skærbleikur er trendí í sumar

18. júní 2019

Það er engum blöðum um það að fletta að skærbleikur er einn heitasti liturinn í sumar. Þú finnur trend dagsins í Smáralind.

Gullfallegur kjóll úr smiðju Notes du Nord. Karakter, 54.990 kr.

Við kunnum svo sannarlega að meta næntís-braginn á dragtarjakkanum frá Zöru. Hann er án efa stæling á því sem tískuhúsið Escada er þekkt fyrir en það var hvað vinsælast á tíunda áratugnum. Zara, 14.995 kr.

Skærbleikur er sjúklega sætur með rauðum og appelsínugulum. Selected, 14.990 kr.

Zara, 6995 kr.


Bon Bon frá Viktor & Rolf er einn vinsælasti ilmur heims en hann fæst í Hagkaup, Smáralind.

Nú er líka í tísku að vera með neonliti á nöglum og fylgihlutum eins og hárskrauti og skóm.

"Scrunchie"-teygja, Vero Moda, 990 kr.

Dragtir í skærum litum eru hámóðins um þessar mundir. Zara, 5.595 kr.

Tískuhúsið Versace hefur verið með puttann á púlsinum upp á síðkastið. Hér sést ofurfyrirsætan Rosie Huntington Whitely í skærbleikri dragt.Í sumar sjáum við margar skemmtilegar litaútfærslur og neon-litum er blandað á frumlegan hátt við þá jarðbundnari. Hér sést neonbleikur rúllukragabolur paraður á áreynslulausan hátt við sinnepsgult pils.

Karlpeningurinn fékk líka smjörþefinn af trendinu en þessi mynd er tekin á vortískusýningu Versace.

Brilljant neon-vinapar.

Kasjúal en kúl.

Rauður og bleikur parast einstaklega vel saman.
Komdu endilega í heimsókn í Smáralind og kynntu þér nýjustu trendin í sumartískunni.