Sjálfbær tíska

17. september 2019

Haustlína H&M 2019 samanstendur af flíkum sem eru úr endurunnum efnum eða textílefnum sem hafa minni áhrif á umhverfið. Er þetta liður í markmiðum keðjunnar að notast einungis við slík efni í framleiðslu sinni fyrir árið 2030.  

Línan einkennist af blöndu af köflóttu og dýramynstri, kjólum og stórum hettupeysum í jarðartónum. Inn á milli má svo sjá sterkan appelsínurauðan lit sem gefur línunni skemmtilegan blæ. Hún fer í sölu í lok september og verður meðal annars fáanleg í verslun H&M, Smáralind.

Endurunnið pólýester er lykilefni haustlínunnar en það má finna í kjólum, skyrtum, peysum, yfirhöfnum og jökkum. Mestmegnis af efninu eru unnið úr PET-plastflöskum en úr flöskunum er spunninn þráður sem úr verður textílefni sem tiltölulega auðvelt er að vinna með. Þær flíkur í línunni sem eru úr svokölluðu jersey-efni eru úr lífrænni bómull eða textílblöndu úr TENCELL™ lýósell -trefjum.

„Haustlína H&M snýst öll um tímalausar og klassískar flíkur sem maður fær einfaldlega ekki leið á. Flíkurnar sem eru hannaðar til að endast lengur og eru unnar úr sjálfbærum efnum eru lykillinn að góðum fataskáp fyrir haustið og komandi vetur,“ segir Maria Östblom yfirhönnuður dömufatnaðar hjá H&M.

Aðsniðnir kjólar, klæðskerasnið á jökkum og buxum, stórar og þykkar peysur sem nota má sem kjóla, ásamt köflóttum skyrtum einkenna hausttískuna. Endurkoma leggingsbuxna má einnig sjá bregða fyrir í línunni en þær passa vel við stórar peysur og jakka.

“Við viljum nýta stærð okkar og krafta og vera í fararbroddi í átt að hringrænni og endurunni tísku. Haustlínan 2019 er frábært dæmi um hve langt við erum í raun komin hvað varðar tækni og þróun á endurunnum efnum, sem munu brátt taka við af hefðbundnum textílefnum,“ segir Pascal Brun, yfirmaður alþjóðasjálfbærnimála hjá H&M.

Hér má sjá brot úr Conscious-línunni.

 "Flíkurnar sem eru hannaðar til að endast lengur og eru unnar úr sjálfbærum efnum eru lykillinn að góðum fataskáp fyrir haustið og komandi vetur."