Hér eru Pakkajól

16. nóvember 2023

Pakkajól, pakkasöfnun Smáralindar, er nú í fullum gangi. Gefðu eina auka jólagjöf og settu undir jólatréð í Smáralind. Gjafirnar fara til barna á Íslandi sem búa við bág kjör.

Gjafirnar sem safnast undir jólatréð í Smáralind fara til barna og unglinga á Íslandi sem búa við bág kjör. Þörf er á gjöfum fyrir aldurinn 0-18 ára. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd sjá um að koma gjöfunum í réttar hendur. Gjöfin þarf að vera innpökkuð og merkt með upplýsingum um hvaða kyni og aldri hún er ætluð en merkimiða má finna hjá jólatrénu eða á þjónustuborðinu á 2. hæð. 

Pósturinn styður við málefnið og sendir gjafir frá landsbyggðinni frítt til Smáralindar.

Smáralind tekur við gjöfum alveg fram að jólum en því fyrr sem þær berast því betra því úthlutanir góðgerðarfélaganna hefjast um miðjan desember.

Gefum eina auka jólagjöf og látum gott af okkur leiða um jólin.