NÝTT Í ZARA

28. janúar 2020

Það bregst ekki að tískurisinn Zara er með puttann á tískupúlsinum. Ef þú vilt forvitnast um það sem verður heitt á komandi misserum er nóg að kíkja í heimsókn í Zara í Smáralind. Hér er brot af því sem er nýkomið en nýjar sendingar koma í verslunina á fimmtudögum.

Sjón er sögu ríkari þegar kemur að þessari dásamlegu hvítu kápu sem skýst beint á óskalistann okkar. 15.995 kr.

Skemmtilegt tvist á klassísku hvítu skyrtunni. 4.995 kr.

Önnur í fallega lillafjólubláum lit. 3.995 kr.

Gullfalleg vetrarkápa er skyldueign. 17.995 kr.

Kúrekastíllinn kemur sterkur inn í vortískunni og jakkar og stígvél í þessum anda verða áberandi. 6.995 kr.

Geggjaður flugmannajakki. 14.995 kr.

Leðurlíki verður sjóðheitt með hækkandi sól og pils, kjólar og skyrtur úr efninu verða allstaðar og í fleiri litum en eingöngu svörtum og brúnum. 6.995 kr.

Kósígalli par excellence. Peysa, 4.995 /buxur, 4.995 kr.

Yndislega krúttlegur rykfrakki í barnadeild Zara. 4.595 kr.

Þykkbotna stígvél með grófum sóla verða heitust á komandi misserum. Hér er eitt gott dæmi. 15.995 kr.

Falleg prjónapeysa með mikið notagildi. 5.595 kr.

Hugmynd að hönnun hugsanlega fengin að láni hjá Chanel? 15.995 kr.

Sjáumst í Zara!