Lífgaðu upp á kalda daga með einhverju nýju og litríku!

8. febrúar 2019

Verslanir Smáralindar eru nú óðum að fyllast af nýjum og fallegum vörum og þó veturinn sé í hámarki þessa dagana er greinilegt að það styttist í nýja árstíð. 

Nú er rétti tíminn til að lífga aðeins upp á fataskápinn eða heimilið og gefa því smá lit. Rauðir, appelsínugulir og gulir litir eru að koma sterkir inn ásamt brúnum og náttúrulegum tónum. Í verslunum Smáralindar má sjá þessa liti í öllu mögulegu. Þú getur því gert lífið litríkrara hvort sem það er með fallegum púða eða nýrri peysu.
Komdu inn í hlýjuna til okkar og sjáðu allar nýju vörurnar sem nú fylla verslanir.  

Sjón er sögu ríkari.