Nespresso opnar í Smáralind

3. maí 2019

Nespresso hefur opnað í Smáralind. Verslunin verður staðsett á göngugötu Smáralindar á 1. hæð við hlið Vero Moda og Jack & Jones.

Vöruúrval Nespresso í Smáralind samanstendur af kaffivélum, aukahlutum og gríðarlegu úrvali af kaffi. Boðið er upp á smökkun og gestir og gangandi geta bragðað á ljúffengum kaffibolla auk þess að geta skilað notuðum hylkjum til endurvinnslu.

Fengur fyrir Smáralind

„Við fögnum því gríðarlega að Nespresso sé að opna í Smáralind. Endurskipulagning Smáralindar er nú á lokametrunum og Nespresso er ein af þeim mikilvægu verslunum sem opna í Smáralind nú á árinu og styrkja Smáralind á þeirri vegferð sem við erum á. Við höfum einbeitt okkur að því að tryggja stöðu Smáralindar með því að ná til landsins sterkum og öflugum alþjóðlegum leigutökum og skapa Smáralind samkeppnisforskot og festu á markaði. Nespresso fellur vel að þeim markmiðum og við efumst ekki um að viðskipavinir Smáralindar muni fagna Nespresso ákaflega“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar.

Kaffi í hæsta gæðaflokki og endurvinnanleg álhylki

Nespresso er áhrifavaldur í kaffimenningu heimsins og býður upp á hágæða kaffi en vörumerkið Nespresso stendur fyrir einstaka kaffiupplifun.

Öll hugmyndafræði Nespresso byggir á þeirri einföldu stefnu að gera öllum kleift að útbúa kaffibolla af ljúffengu gæðakaffi innan veggja heimila sinna, rétt eins og ef atvinnukaffibarþjónn hefði búið hann til. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina fullkomnað þessa hugmynd og í dag er vörumerkið Nespresso samnefnari fyrir hágæða kaffi í álhylkjum og kaffivélar þess hafa getið sér gott orð fyrir nýstárlega og óvenjulega hönnun. Nespresso kaffivélaranar eru framleiddar af fremstu hönnuðum heims og hafa hlotið fjölda Red Dot hönnunarverðlauna.

Allt frá upphafi hefur einkenni vörumerkisins verið Nespresso hylkið. Kaffinu er pakkað í loftþétt álhylki sem varðveita ferskleika, bragð og ilm kaffisins. Hylkið er hannað með það fyrir augum að vinna fullkomlega með Nespresso kaffivélum og að það losni úr vélinni á hárréttu augnabliki svo úr verði fullkomið kaffi með þykkri og mjúkri froðu sem einkennir hágæða kaffi. Viðskiptavinir Nespresso geta nýtt ýmsa endurvinnslukosti á álhylkjunum utan um kaffið og geta m.a. skilað þeim í verslunina aftur til endurvinnslu eins og áður sagði.