Monki opnar

23. maí 2019

Sænska verslunarkeðjan Monki opnaði í Smáralind í morgun við góðar undirtektir. Löng röð myndaðist fyrir utan gullfallega verslunina og mikil stemning ríkti enda fengu fyrstu hundrað viðskiptavinirnir 40% afslátt. Verslunarkeðjan, sem var stofnuð árið 2006, blandar skandinavískum og asískum götustíl skemmtilega saman en verslunin sjálf er algert augnakonfekt.

Búðargluggarnir eru einstaklega vel heppnaðir og algert augnakonfekt.

Blómlegt og fallegt hjá Monki.

Smá Clueless fílíngur.

Stíll tíunda áratugsins er áberandi hjá Monki.

Neon-litir eru sjóðheitir í sumar.

Monki er með skemmtilegan húmor en verslunin er með mikið úrval af sund- og nærfötum.

Klassíski rykfrakkinn fær smá yfirhalningu hjá Monki.

Hermannamynstur og gallaföt eru góð blanda.

Hægt er að gera góð kaup á fylgihlutum í Monki.

Loftið er einstaklega frumlega skreytt og hver einasti krókur og kimi Instagram-verðugur.

Sjáumst í Smáralind!