Mayoral opnar í Smáralind 1. mars

7. febrúar 2025

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar í Smáralind þann 1. mars. Mayoral býður upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn á aldrinum 0-12 ára og er ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10.000 útsölustaði í yfir 100 löndum.

Vöruúrval Mayoral samanstendur af Newborn línu sem er ungbarnafatnaður á 0-18 mánaða börn ásamt gjöfum og aukahlutum þar sem leitast er við að ná jafnvægi á milli nýjustu tískustrauma og þæginda, mýktar og gæða sem eru nauðsynleg fyrir barn á fyrstu mánuðum þess. Baby lína Mayoral samanstendur af fatnaði og aukahlutum fyrir 6 til 36 mánaða gömul börn og einkennist af fjölbreytilegum og þægilegum fatnaði án þess að missa sjónar af nýjustu tískustraumum og litum til að bjóða upp á hentugan fatnað við öll tækifæri. Í Mini línunni fyrir börn á aldrinum 2ja til 9 ára er viðkvæðið „Verum vinir“ í aðalhlutverki þar sem lífskraftur og ferskleiki bernskunnar eru í brennidepli. Litaglöðu flíkurnar samanstanda af heildstæðu útliti og þægilegum efnum fyrir daglegar óskir barna.

Í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa rekið  Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt ásamt Gina Tricot, opnast nú tækifæri til að gera vörum Mayoral góð skil  með opnun fyrstu verslunar Mayoral.