Litagleði

11. mars 2020

Við erum hrikalega skotnar í stíl hinnar dönsku Emili Sindlev þessa dagana. Hún minnir óneitanlega á Carrie Bradshaw með liðað hárið og líkt og Carrie er hún aldeilis óhrædd við að stíga út fyrir boxið og blanda saman ólíkum stílum og sterkum litum sem öðrum hefði hugsanlega ekki dottið í hug.

Litadýrðin sem er lýsandi fyrir stíl Emili veitir okkur mikinn tískuinnblástur og satt best að segja, gleði í hjarta. Verslanir Smáralindar fyllast nú af björtum litum og flíkum í áberandi mynstrum, sem minna okkur á að það eru vissulega bjartari tímar framundan.

Hér fá andstæðulitir að njóta sín saman.

Hér sést Emili meðal annars með Þóru Valdimarsdóttur (í gulu peysunni). Litríkur og fallegur hópur.

Blazerar í skærum litum eru komnir í Zara í Smáralind. 6.995 kr.

Zara, 8.995 kr.

Hver hefði trúað því að skærbleikur og grasgrænn væru töff par?

Og aftur hér, eitt af því allra flottasta sem Emili hefur sett saman, að okkar mati. Takið eftir geggjuðum Manolo Blahnik-skónum. Enn eitt sem Emili og Carrie Bradshaw eiga sameiginlegt!

Og enn ein litasamsetningin sem í fyrstu hljómar út úr kú en virkar á Emili.

Fallega skærlitur rúllukragabolur úr Weekday.

Geggjuð Tommy taska úr Karakter.

Við vitum ekki alveg með stuttubuxurnar en guli liturinn kemur sterkur inn í takt við meiri sýnileika þeirrar gulu.

Æðislegt hversdagslúkk þar sem flottir strigaskór spila stóra rullu.

Ecco, Steinar Waage, 26.995 kr.

Skærbleikar buxur úr sumarlínu H&M.

Kíkið yfir á Instagrammið okkar fyrir meiri tískuinnblástur!