Líf og list

22. maí 2019

Líf og list í Smáralind er ein af þessum búðum sem fagurkerar geta gjörsamlega gleymt sér í. Hver einn og einasti hlutur gæti auðveldlega ratað á óskalistann okkar. Hér má finna brot af því besta.

Essence-karöflurnar frá littala eru algert listaverk á matarborðið. Líf og list, 7.650 kr.

Gaman er að leika sér með útfærslur á Stoff-kertastjökunum en þeir kosta 5.750 kr. stykkið.

 Adorn-vasarnir eru stílhrein klassík.  Lítill, 13.950 kr. Stór, 17.950 kr.

Heimilisvörur frá Bitz hafa heldur betur slegið í gegn síðustu misserin. Salatskál, 9.350 kr. Minni skálar, 1.870 kr.

Acrobat-lampinn úr smiðju Normann Copenhagen er mikil heimilisprýði. 57.980 kr.

Mínimalískur og risastór blómapottur frá DBKD, 19.950 kr.

Blómavasinn og kertastjakarnir frá Specktrum eru falleg gjöf. Blómavasi, 4.650 kr. Kertastjaki, 7.250 kr.

Stuðlum að minni plastnotkun með fjölnota vatnsbrúsum frá S´well. 5.680 kr.

Kitchen Aid-hrærivél í svörtu og möttu fer beint á topp óskalistans okkar. 175 týpa, 89.880 kr. 185 týpa, 94.990 kr.

Smart rúmföt eru alltaf góð hugmynd. Þessi eru frá Normann Copenhagen og kosta 11.580 kr.

Pebble-brettin eru mikil prýði hvort sem er í eldhúsinu eða borðstofunni. Lítið,9.870 kr. Stórt, 10.490 kr.

Cloudy-blómapottarnir eru sérlega smart. Mínístærð, 3.290 kr. Lítill, 6.450 kr. Miðstærð, 11.850 kr. Stór, 15.750 kr.

Karlsson-klukkurnar eru æðislegt veggskraut. Verð frá 9.450 kr.

Teema-línan (!) frá littala kemur meðal annars í þessum fölbleika lit sem við erum sjúk í. 

Unaðslegir heimilisilmir frá Sara Miller, 6.350 kr.

Við hvetjum ykkur til að kíkja í heimsókn í Líf og list og skoða fjölbreytt og fallegt vöruúrvalið.