Leynda perlan Energia

19. júní 2019

Veitingastaðurinn Energia hefur um árabil boðið upp á mat sem leikur við bragðlaukana og stendur alltaf fyrir sínu.

Við mælum sérstaklega með salötunum og asísku réttunum og svo stendur klúbbsamlokan alltaf fyrir sínu. Á þriðjudögum er hún einmitt á tilboði á 1.990 kr og bíómiðinn á 995 kr í Smárabíói, tilvalin afsökun fyrir stefnumót. P.s: kaffið á Energia er líka dásemd og þjónustan upp á 10.

Klúbbsamlokan sívinsæla og kaldur er kombó sem klikkar ekki!

Kjúklingaréttirnir hafa slegið í gegn og ekki að ástæðulausu.

Kaffið er með eindæmum gott á Energia, Smáralind.